Columbia Missouri.

mommumyndir2 090Við höfum nú séð nokkurn hluta af borginni. Gummi hefur transsportað með okkur m.a. í nokkra garða og útivistarsvæði. Columbia státar af mörgum fallegum görðum. Umhverfi borgarinar er mjög fallegt og gróðursælt.  Tré og skógur út um allt. IMG 2783Gróðurinn virðist ekki eiga erfitt uppdráttar, veðursældin er slík. Mikill hiti og raki. Hitastigið hefur verið 30 gráður og gott betur þar til fyrir nokkrum dögum að hitinn snarlækkaði. Í þrígang á þremur vikum hefur komið hellirigning með miklum þrumum og eldingum. Mér var fyrst ekki um sel, þetta var sterkara enn á Spáni. Þrumurnar voru háværari og eldingarnar virtust nær. En ástæðulaust að vera hræddur. Það eina sem veðráttan gerði okkur var að pínu-lítill froskur kom á planið hjá okkur bakdyramegin. Hann hefur heimsótt okkur tvisvar síðan og verður áreiðanlega heimilisvinur til framtíðar.Buslar með ömmu 

Stephens Park er mjög fallegur garður. þar er nokkuð stórt vatn þar sem hægt er að veiða á ákveðnum stað en svo má synda og svamla á öðrum stað og þar er lítil tilbúin baðströnd, eini staðurinn þar sem ég hef séð fólk liggja í sólbaði.(Kaninn notar víst sólstofur)  Við Jakob fengum okkur sundsprett  í blíðunni og lékum okkur aðeins. Í garðinum er líka tilbúið vatnasvæði sem gaman er að leika í fyrir vatnsdýrkendur og ungt fólk á öllum aldri. Vatnadýrin

SkrúðgarðurVið fórum í skrúðgarð á dögunum. Í garðinum eru á þriðja hundrað trjátegundir og hvílik tré maður lifandi! Fegurð þeirra er slík að maður fellur í stafi. Í garðinum eru líka fjöldinn allur af fjölærum plöntum. Ekki veit hvort þær eru sjaldgæfar en fallegar eru þær. Í garðinum er lítil tjörn þar sem litríkir fiskar synda um og gleðja alla sem leið eiga hjá.

Um daginn keyrðum við nokkra kílómetra útfyrir borgina, að friðlandi sem ég man ekki alveg hvað heitir. Þar er umhverfið fallegt og má sjá sjaldgæfa fugla og villt dýr ef rétt er að farið og heppnin er með og sjónaukinn. Hér koma myndir frá friðlandinu.FriðlandFriðlandStrákarnir dafna, vel eru frískir og glaðir. Allar góðar vættir verndi ykkur.Heart


Jakob og skólinn framh.

Skólinn hans JakobsÍ skólanum hans Jakobs eru um 350 nemendur.Mér finnst þægileg tilhugsun að skólinn skuli ekki vera fjölmennari en það. Jakob þarf að vera mættur kl:8.30 en skólinn byrjar kl:8.50 og honum lýkur ekki fyrr en 15.30. Þetta er dálítið langur og hlýtur að vera erfiður  vinnudagur fyrir fimm ára dreng,  en hann stendur sig með stakri prýði þessa fyrstu skóladaga og vonandi verður svo áfram.Beðið eftir mömmu Sóttur í skólannmommumyndir2 006Allar góðar vættir veri með ykkurHeart

Jakob og skólinn

Á leið í skólannjakob MániJakob Máni hóf sína skólagöngu þ.21. ágúst.sl. Eftirvænting og spenna virtist ekki vera að hrjá hann. Hann hélt ró sinni, en mamman var spenntari eftir að fá að vita hvernig sonurinn myndi pluma sig. Skóladagurinn rann upp bjartur og fagur (eins og flestir dagar hér um slóðir) Skólinn heitir Lee Expressive Arts Elementary School og er í 10 mínútna keyrslu héðan. Foreldrar báðir fóru með unga námsmanninn fyrsta daginn. Það var sitt lítið af hverju sem kappinn þurfti að mæta með í skólatösku sinni.mommumyndir 283 Hér kemur listi: 2 heavy plastyc folders with prongs and pocket, washable marker,colored pencil 24, 9-12 Large glue sticks.

1 bottle elmers Scool glue.1 box of crayons, 1 box of gallon or quart sixe freezer bags  2 boxes facial tissues. 1 box baby wipes and 1 box clorox wipes.1 bottle hand sanitizer. skólataska

nestisbox, hvíldardýna og hvítur bolur sem merkja á með logo skólans. Kostnaður við kaupin var ekki hár. Skólataskan t.d. kostaði 15 dollara. Eigum við að ræða þetta eitthvað? Nei ég hélt ekki. Það var keikur kappi sem lagði upp í langferð  þennan dag , upphaf skólagöngu sinnar. Hann hefur unað sér vel það sem af er og er þegar búin að eignast  leikfélaga . Oh my god, þetta er rétt að byrja. Framundan er áratuga skólaganga. Tíu ár í grunnskóla, fjögur ár í framhaldsskóla og þrjú ár plús í fagskóla eða háskóla. Áratuga-langferð!

mommumyndir 195Jakobi gengur vel með enskuna og leiðréttir ömmu sína með framburðinn. Honum finnst hún vera of harðmælt (hún segir errið eins og Palli frændi í Miðkoti). Oddur Atli er ekki farinn að tala en hann hjalar og  brosir mót lífinu.mommumyndir 221 Hrafnhildur mín er ekki orðin frísk. Hún er enn komin á pensilín vegna sýkingar í eyra. Vonandi er fer þetta að ganga yfir.

Gummi og Ninni eru sprækir sem lækir.mommumyndir 252

Megi allar góðar vættir vernda ykkurHeart


Ameríka

mommumyndir 105Jæja, þá er maður komin til Ameríku. Ekki gekk það alveg snuðrulaust að komast inn í landið. Við eftirlitið á Kennedyflugvelli í New York var Ninni, já, ég segi og skrifa Ninni, beðinn að koma afsíðis til frekari skoðunar. Þeim leist ekki alveg á þennan íslenska íhaldsmann, töldu ábyggilega að þarna væri mættur eldrauður "kommi " ef ekki "krimmi" frá Íslandi, nema hvorutveggja væri. Eftir ítarlega skoðun í hliðarherbergi var Ninna sleppt og hann boðin velkominn til Ameríku, en þetta var þó nokkur eldraun.  Það er ótrúleg stærð á Kennedy-flugvelli. Til að komast leiðar sinnar ferðast maður í lest innan vallarins. Við áttum tengiflug til St. Louis. Við misstum af því flugi en Gummi gat reddað flugi til Chicago, svo áætlun breyttist heldur hjá okkur. Við vorum reyndar á biðlista en miklar líkur taldar á að komast með. Fljótlega vorum við kölluð út í vél. Þegar allt var klárt til flugtaks tilkynnti flugstjórinn að töf yrði á að komast í loftið, þar sem óveður væri í háloftum og miklar eldingar. Við sátum í fjóra tíma í vélinni þar til hún fór á loft. Jakob og Oddur Atli stóðu sig eins og hetjur í þessum þrengingum. Til Chicago komust við um miðnætti að staðartíma og fengum gistingu og það voru vægast sagt þreyttir og slæptir ferðalangar sem lögðust til svefns þetta kvöld.

mommumyndir 127Daginn eftir var vaknað í bítið snæddur morgunverður að hætti Kanans síðan flengst á flugvöllinn til að ná flugi til St. Louis. Frá St. Louis var svo leigður 12-manna bílaleigubíll. Farangurinn og fylgdarlið var hvílíkur að ekki dugði minni bíll undir liðið. Gummi keyrði sem herforingi væri og til Columbia komust við heilu og höldnu föstudaginn 15. ágúst kl.17.00. Ferðalagið tók með gistingu yfir blánóttina 40 tíma. Mikil var gleðin að koma á Freeport og sjá nýja fallega heimilið. Það er ekki afvötnunarstöðin sem íslendingar sóttu sér til þurrkunar og heilsubótar hér áður fyrr, nei,nei gatan þar sem Colimbíufararnir búa við heitir þessu kunnuglega nafni Freeport Way 5901.  Húsið er flott og ætti ekki að væsa um fjölskylduna næstu árin. mommumyndir 126

Nágannarnir eru vinsamlegir og gatan er ótrúlega hljóðlát og hrein. það er eins og allt standi í stað og allt sé á sínum stað. Ég get eiginlega ekki lýst fyrstu tilfinningunum við komuna hér, eitthvað minnti mig á bíómynd með Jim Carrey þar sem hann lifði í gervi-heimi.

mommumyndir 242Oddur Atli dafnar vel, Jakob Máni er í góðum gír og líkar vel í skólanum. Hrafnhildur er öll að hressast og Gummi er kominn í námsham.

Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkur.Heart

 


08.07.08.

drengur GuðmundssonÞessi dagur verður lengi í minnum hafður. Hrafnhildur fæddi lítinn dreng kl.12.33 í dag . Hann er sautján og hálf mörk, 54 cm, ljós yfirlitum og afar fallegur drengur. Móður og barni heilsast vel, föður og bróður líka.  Mikið vildi ég vera skáld í dag og geta ort  fallegt ljóð til  nýfædds drengs, foreldra hans og bróður. Þar sem ég get ekki ort ljóðið bið ég  allar góðar vættir að vernda og blessa  litla denginn og fjölskyldu hans  um alla framtíð.Heart   Hann er aðeins þriggja klukkutíma gamall á  þessum myndum.InLove IMG_0188IMG_0173

Kristján og fjölskylda.

MæðgurRauðhærðar og rjóðarSA400053Kristján og co eru komin í heimsókn. Lítill tími gefst til að blogga en ég ætla að dúndra inn nokkrumFeðgin myndum. Það er  eins gott að vera beggja megin á flakki og  hafa gott eftirlit með sumum. Ásókn pilta og sölumanna er nokkur  og  ekki geta þeir leynt aðdáun sinni  á  rauðhærðri snót. Það er mikið fjör og mikið gaman hjá okkur.  Sólaráburður ber háar tölur í kotinu núna svo vanlíðan fari ekki um neinn enda heillar ströndin  á hverjum degi, þar er alla veganna smá gola en því er ekki fyrir að fara  heima við hús.

Allar góðar vættir verndi ykkur og blessi.HeartSG.og sætur


Læknir í fjölskylduna.

SA400029Aðalheiður Rósa er að útskrifast í dag. Hún útskrifast sem læknakandidat. Til hamingju Allý við erum mjög stolt af þér.

Megi allar góðar vættir vernda þig og þína um framtíð alla.Heart


Vinur Davíðs.

Vinur DavíðsVinur Davíðs er komin í heimsókn til mömmu og pabba. Hún mætti hér galvösk og hress að vanda. Fljótlega rann þó á hana einhverskonar óráð sem við höldum að hafi orsakast af völdum hitans. Það er löngu sannað að rauðhærðir og freknóttir þola  hitann verr en gráhærðir og hrukkóttir og þurfa þeir því að fara fjarska,fjarska varlega í sólinni. Óráðið hjá stelpunni lýsti sér þannig að þegar við vorum á ferð okkar í gær til Torreveja þurftum við að leggja bílnum í undirgöng sem henni fannst vera eins og úr verstu glæpamynd. Fór hún að rugla um það hvað ég væri fær og flynkur bílstjóri og ef að hún þyrfti að keyra í svipuðum aðstæðum myndi hún bara grenja og ekkert vita í sinn haus. Hún uppástóð það líka einn Þórgunnurdaginn að við hefðum keyrt framhjá kirkjugarði sem hún vildi endilega fá að skoða, það væri svo skemmtilegt að skoða slíka garða.(hvílíkur húmor) Það veit sá sem allt veit að við höfum engan kirkjugarð séð hér í nágrenninu. Við vissum í fyrstu ekki hvernig ætti að bregðast við en tókum bara á það ráð að leyfa henni að fara í leik-tæki í Habaneras og viti menn það bráði smá saman af henni þetta óráð og hún tók kæti sína á ný og er nú alveg orðin eðlileg sem lýsir sér þannig að hún vill bara vera í búðum og versla eitthvað fallegt.

Hún trúði mér fyrir því að hún ætlaði sér að slá allavega Dodda út í mæðgurtaninu. Freknum hefur fjölgað til muna hjá henni og rauðir blettir eru hér og þar um líkamann. Fótleggir eru enn fölir en bringan er orðin eldrauð eins og ný-útsprungin jólarós. Set inn fleiri myndir.

Megi allar góðar vættir lýsa vegi ykkar.Heart


Kussungur og Kálfur.

SA400054Þeir komu hér skemmti- og gleðipinnarnir Sveinn Kálfur og Elvar Kussungur Reykjalín. Það verður að segjast eins og er að þeir voru ekkert rosalega leiðinlegir. Þeir voru eiginlega jafnskemmtilegir þessa fáu daga sem þeir stoppuðu við hjá okkur, en þeir voru vægast sagt  lúðalegir til fara við komuna, svo eg tók til minna ráða og fór með þá á markaðinn og dressaði þá upp. Það var engin smá-andlitslyfting sem þeir fengu. Þeir urðu eins og sannir heimsmenn og var ekki að spyrja, SA400062þeir slógu í gegn hvar sem þeir komu í nýja "uniforminu"

Við vorum svo heppin að vera boðin ásamt  þeim félugum í grillveislu í de Lomas. Þar var staddur ásamt fleiru góðu fólki enginn annar en  handbolta-leikarinn og kappinn Valdimar Grímsson. Þið munið það kannski ekki en hann kom við sögu hjá mér í bloggi um vínekruferðina sl. haust.

 

SA400065Þetta var skemmtilegt kvöld sem við áttum með góðu fólki í Lomas og ekki má gleyma matnum sem var hreint frábær.(Valdimar grillaði)

Nú eru þeir félagar farnir á braut. "Lífið er ekki bara leikur" sögðu þeir, "við verðum að hugsa um viðskiptin". Þeir fóru héðan til Madridar og áfram til Sebastían, þaðan til Amsterdam og heim.  Um leið og þeir hugðust yfirgefa svæðið fór að rigna. Varð þá þessi vísa til:

Himnarnir grétu, er við hurfum á braut, SA400046

hamingjan öll virðist flúin. 

Heimafólk engdist í ákafri þraut, 

andskoti er veröldin snúin. 

Allar góðar vættir veri með ykkur hvar sem þið eruð stödd. Heart

                                           

 

 


Verslunarferðir og tan-keppni

SA400022Í ýmsu hefur verið að snúast síðustu daga. Helga kom hér og var í viku. Hún var að versla inn í íbúðina sem hún og Jói keyptu ásamt Magga vini þeirra. Við hjónin aðstoðuðum hana eftir bestu getu við innkaupin og flutningana. Ég var einkabílstjóri og sérlegur ráðgjafi. Ninni var leiðangurs-og hleðslustjóri. Við lóðsuðum Helgu í helstu verslanir og hún var ekki með neitt fum né fát var fljót að ákveða sig og gekk verslunin  bæði fljótt og vel fyrir sig. Við tróðum í bílinn eins og gengið gat og stundum var ansi plásslítið svo varla var hægt að koma Helgu fyrir í bílnum. Það bjargaðist þar sem hún er ekki plássfrek.

SA400021Íbúðin er orðin vel og fallega útbúin og óskum við  eignarhaldsfélaginu HMJ til hamingju með íbúðina og þökkum fyrir góðan mat á Puccini.

Gloría og CarlosÞá eru Allý, Allý og Ester HelgaDoddi og börn farin heim á klakann. Tan-keppnin var ekkert voða spennandi.Fljótlega kom í ljós að Allý myndi rúlla þessari keppni upp. Börnin fylgdu fast á hæla hennar. Doddi varð þó nokkuð freknóttur og það finnst mér alltaf svo vinalegt og sætt. Niðurstaða er að allir hafi sigrað. Á meðan Helga var hér ætlaði hún að fá að vera þátttakandi í keppninni.  Við nána skoðun kom í ljós að hún hafði verið í tan-sprautumeðferð á Dalvík og var snarlega dæmd frá keppni.  Ég bið alla góða vætti að vernda ykkurHeart Ingvar töffariSA400026


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband