13.9.2007 | 16:53
Teningunum er kastað.
Ákvörðun hefur verið tekin. Mig hefur lengi dreymt um að skrifa í blöðin, helst "Moggann" (vera alvörublaðamaður) Ég er fremur vonlítil um að þessi draumur minn rætist þannig að ég ætla að prófa þetta. Hvað ég kem svo til með að skrifa um er óráðið. Það verður tíminn að leiða í ljós. Þórgunnur Reykjalín benti mér á að skrifa Jónasi Hallgrímssyni. Mér finnst það alls ekki fráleitt, en mun hugsa málið áður en lengra er haldið. Ég vona bara að mitt fólk verði duglegt að láta vita af sér.

Athugasemdir
ó mín kæra móðir, sú sem lífið gefur, fósturjörð vor ... velkomin í heiminn minn!
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:23
Jónas frændi hefði nú ekki verið í nokkrum erfiðleikum með bloggið fremur en þú munt verða
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 13.9.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.