Rak í rogastans.

Alveg varð ég gjörsamlega forviða,þegar ég las það að Þórhallur í Kastljósi hefði rekið Randver Þorláksson frá Spaugstofunni. Er engin samstaða hjá þeim Spaugstofumönnum? Eða er ekki lengur til neitt sem heitir samstaða? Þessir menn hafa unnið saman í áratugi með góðum árangri, svo getur einhver náungi stigið fram og sagt ég vil ekki þú sért með í liðinu, þú ert ekki nógu góður, eða þú mátt ekki vera memm, þú ert svo leiðinlegur.(minnir á illkvittinn krakka) Liðsmenn Spaugstofunnar lýsa yfir vonbrigðum en virðast ekkert hafa annað um málið að segja. Réttir og sléttir launþegar sem ekkert geta aðgert þó einn vinnufélagi sé rekinn. Það finnst mér skrítið. Það er ekki eins og mér komi þetta nokkuð við, mér finnst þetta bara leiðinleg framkoma  gagnvart einstaklingi, hver sem hefði átt í hlut.

Í gær 13. sept. átti Snorri Björn afmæli. Til hamingju Snorri minn! Í gærkvöld fórum við í leikhús með Helgu og Jóa. (ekki til að sjá Spaugstofumenn) heldur Óvitana eftir Guðrúnu Helgadóttur. Gyða er þar í einu af aðalhlutverkum og stendur sig með stakri prýði.Hún leikur mömmu hans Gumma, en Gummi er leikinn af Guðjóni Karlssyni. (biskupssyni) Hann er ferlega fyndinn. Það er mikið sungið í verkinu og nýtur Gyða sín þar vel og klikkar hvergi. Það er ótrúlegt hvað krakkarnir standa sig vel, en yngsti leikarinn er 6 ára. Ég er viss um að börn á öllum aldri eiga eftir að skemmta sér vel og verkið á eftir að ganga lengi.LoL Haft er eftir Gyðu í "Mogganum" í dag að hún ætli að verða leikkona og það verði ekkert sem muni koma í veg fyrir það.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Ertu ekkert að grínast í mér?!

Ég trúi ekki að þeir Spaugstofumenn hafi ekki bara hótað að segja allir upp! Fyrst þeir gerðu það ekki.. er þá ekki bara líklegast að þessi uppsögn hafi runnið undan þeirra rifjum?

Ég sendi Snorra Birni hér með stórt USA-ískt knús í tilefni dagsins  (er hann ekki alltaf að skoða þessa siðu?)

Frábært að heyra hversu vel Gyða stóð sig.. ég bjóst nú aldrei við öðru  Kysstu hana frá mér næst þegar þú sérð hana.

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 14.9.2007 kl. 16:54

2 identicon

Vel mælt, félagi tengdó Þetta er aðeins einn angi þverrandi samstöðu hins vinnandi manns gagnvart hinum ópersónulegu markaðsöflum. Hvar er maísólin þegar maður þarfnast hennar...?  

Winston (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 03:37

3 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Meðalvegurinn er oft vandrataður tengdasonur sæll og hóf er best í öllu. Oft reynist erfitt að koma auga á ljósið (sólina) en, ef við eigum sól í sál og sól í sinni, þá er vel.

Svanhildur Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband