"Eitt bros getur dimmu í dagsbirtu breytt"

svava Hér rembist ég eins og rjúpan við staurinn að koma inn myndum. Það gengur ekki alveg "guddíulaust" fyrir sig. En þessi mynd er frá Jamicia þar sem Svava frænka býr ásamt Sigfúsi sínum. En Svava kom í heimsókn til mín sl. laugardag. Við áttum góða stund saman og rifjuðum ýmislegt upp frá því í gamla daga. Það getur verið hollt og gott að líta um öxl og sækja ljúfar og góðar stundir liðins tíma. Það er engum hollt að líta reiður um öxl. Það hefur ekkert uppá sig annð en neikvæð áhrif fyrir sál og sinni. Mikið sem hún Svava er yndisleg kona,glöð og jákvæð. Ég ætla að reyna að setja inn mynd af okkur frænkunum frá því í febrúar sl. að við hjónin vorum stödd á Jamicia og heimsóttum þá Svövu og Sigfús og áttum með þeim frábæran dag.

 

Úps þarna sitja þær tvær úr "kotunum" og teyga til sín sól og sunnanvind. það var frábært að koma til Jamacia. Fólkið var afslappað ,vingjarnlegt og brosandi.  Talandi um bros . Það er merkilegt að fólk skuli ekki nota  þennan gjörning meira sem ekkert kostar, en getur glatt ótrúlega mikið. "Eitt bros getur dimmu í dagsbirtu breytt" sagði Einar Ben.þarna um árið og mikið er ég honum sammála. "Smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig"segir Megas. BROSUM segi ég .sogs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bloggið þitt Svansa mín!  Sá þetta á Svövu bloggsíðu.  Flott mynd af ykkur frænkum. Knus og kveðja í bæinn og ég fylgist spennt með framhaldinu. Hafdís.  Þetta er alveg satt með brosið!

Hafdís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Mikið innilega er ég nú sammála þér mamma mín, eins og svo oft áður. Vitna í eitt uppáhaldslagið mitt eftir meistara Charles Chaplin: "Smile"

Mikið er gaman að sjá frænkur mínar hér á síðunum  Bestu kveðjur til ykkar

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 17.9.2007 kl. 20:18

3 identicon

"Dá´ana" Er hún nokkuð orðin glúrin við að skella inn myndum! Já, brosum allar stelpur mínar, við fáum svo mikið fallegri hrukkur af brosi en af fýlusvip. Sjáið bara sumar konur sem alltaf eru í fýlu og með merkilegheitasvip, þær verða eins og Konni hans Baldurs búktalara til munnsins þegar þær eldast! Sömuleiðis góðar kveðjur til þín Hrafhnhildur mín, gangi þér vel þarna í henni Ammmeríku! KNUS í öll hús

Svava (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband