Jæja þá er runninn nýr dagur bjartur og fagur. Ég ætla að láta reyna á kunnáttuna með að setja inn myndir. Fyrsta myndin er af Árna frænda vegna þess að þessi elska átti afmæli í gær. Til hamingju Árni og segðu svo að ég muni ekki eftir afmælinu þínu.Ég veit ekki alveg hver aldurinn er alla vega berð þú hann vel. Myndina tók ég sl, mánudag í Hvassaleitinu. Árni var ekki parhrifinn sagðist nýbúinn að troða í vörina. Það tekur enginn eftir því
Næsta mynd er af reyniberjum í Reykjavík. Ég var bara að athuga hvort þau kæmu eins vel út á mynd eins og reyniberin í Karlsbrautinni. Það er greinilegt að Karlsbrautarberin bera af. Þá er hér mynd af honum Ninna mínum með nýju innkaupakerruna. Við höfum þurft (segi og skrifa þurft það er ekki eins og þið haldið bara versla til að versla) okkur hefur vantað ýmislegt ótrúlega lítið samt og þá er betra að vera með svona kerru þar sem við göngum ótrúlega langt. Við erum náttúrlega í góðri æfingu frá Upsagöngunni. Annars er stutt í allar nauðsynjar og má segja að flest sé við hendina.Við erum búin að skoða helstu matvörumarkaði í grenndinni Consum og Mercadona báðar þessar verslanir eru heldur stærri en kaupfélagið okkar.Ég er búin að prófa sundlaugina hérna og hún er ágæt heldur kaldari en Dalvíkurlaugin en læt mig hafa það, syndi bar af krafti og vona að ég syndi spikið af mér.Læt heyra frá mér síðar. Love.
Mikið er ég glöð að þið þurftuð ekki að bíða jafnlengi eftir nettengingu eins og undirrituð! Ég væri orðin brjáluð að fá ekki fréttir af ykkur. Treysti því að þið verðið dugleg að blogga
E.S. Ef þig vantar spik mamma mín.. til að geta synt eitthvað af þér.. þá á ég nóg til, og gæti sent þér. Tekur ekki nema 6-10 virka daga í póstinum...
Skítkalt í Köben, gott að hafa meðfædda einangrun til að halda á sér hita þegar hitabunkinn minn er svitnandi á Jamaica! Og er Árni líka Vog? þetta vissi ég ekki! En hann var röskur að hjálpa mér að bera út sunnudagsmoggann þarna um árið; hlaut að vera Vog! Mikið er gott að vita að þú ert komin í samband við "space world", ég sakna kommentaranna frá þér kæra frænkan mín!Hafið það sem best og takk fyrir allar myndirnar, KNUS/Svava
Elsku mamma mín! Farðu aftur í outlookið, í póstinn sem ég sendi þér í gær og þaðan kemstu inn á gmail-inn. Þarft bara að muna svansa13 og lykilorðið þitt, ef þú manst ekki lykilorðið, þá er þarna á síðunni leynisetning og leynisvar, sem við töluðum um í gær að þú myndir setja inn Sendu mér svo póst til að ég viti hvort þetta hafi gengið
Athugasemdir
Mikið er ég glöð að þið þurftuð ekki að bíða jafnlengi eftir nettengingu eins og undirrituð! Ég væri orðin brjáluð að fá ekki fréttir af ykkur. Treysti því að þið verðið dugleg að blogga
E.S. Ef þig vantar spik mamma mín.. til að geta synt eitthvað af þér.. þá á ég nóg til, og gæti sent þér. Tekur ekki nema 6-10 virka daga í póstinum...
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 28.9.2007 kl. 18:28
Elskuleg!
Skítkalt í Köben, gott að hafa meðfædda einangrun til að halda á sér hita þegar hitabunkinn minn er svitnandi á Jamaica! Og er Árni líka Vog? þetta vissi ég ekki! En hann var röskur að hjálpa mér að bera út sunnudagsmoggann þarna um árið; hlaut að vera Vog! Mikið er gott að vita að þú ert komin í samband við "space world", ég sakna kommentaranna frá þér kæra frænkan mín!Hafið það sem best og takk fyrir allar myndirnar, KNUS/Svava
Svava (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:48
Kemur ekki á óvart með Karlsbrautarberin
Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 09:02
Elsku mamma mín! Farðu aftur í outlookið, í póstinn sem ég sendi þér í gær og þaðan kemstu inn á gmail-inn. Þarft bara að muna svansa13 og lykilorðið þitt, ef þú manst ekki lykilorðið, þá er þarna á síðunni leynisetning og leynisvar, sem við töluðum um í gær að þú myndir setja inn
Sendu mér svo póst til að ég viti hvort þetta hafi gengið 
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 29.9.2007 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.