Búum í bosið

Við tókum daginn snemma. Vöknuðum fyrir allar aldir og drifum okkur á markað. Markaður þessi er í ca.4 kílómetra fjarlægð. Ekki óx okkur það í augum, heldur örkuðum við af stað með nesti (vatn)og vel skóuð í sokkum (bara fyrir Þórgunni henni finnst það svo smart) Auðvitað var bláa innkaupakerran tekin með, ef svo ólíklega vildi til að húsfreyjan verslaði fleira en það sem okkur fannst skorta í búið. Markaðurinn er mjög stór og hægt að fá allt milli himins og jarðar ef vel er að gáð.Við fjárfestum í fallegum eftirprentunum sem nú prýða stofuveggi hjá okkur. Til að koma myndunum á vegg vantaði okkur eðli málsins samkvæmt hamar og nagla. Þrátt fyrir að yfirvigt væri nokkur þegar við fórum að heiman, var enginn nagli hvað þá hamar í farteskinu. Nú voru góð ráð dýr. Rétt hjá okkur er byggingavöruverslun sem þau Jón og Gunna reka og eiga. Þau eru spönsk og tala ekki orð í ensku. Við fundum hamarinn fljótt en það var verra með naglana. Ninni sagði við mig að þetta yrðu að vera stálnaglar. Ég tók mig til og sýndi leikræna tilburði um leið og ég sagði við afgreiðslumanninn sem er hörku nagli:fotó para múró. Og viti menn, það var eins og við manninn mælt hann svaraði að bragði og sagði: combrendo combrendo um leið og hann skundaði af stað en kom til baka að vörmu spori með stálnagla í múró og þar með voru allir sáttir.Við kvöddum með kurt og pí og sögðum um leið og við fórum: muchas gracias. Mér heyrðist hann svara : ekkert að þakka Undecided En hvað um það myndirnar eru komnar á vegg og flikka heilmikið uppá hreiðrið.SA400003

SA400007Það er tvennt sem ég þarf að kvarta undan.  Ég á í mestu brösum með mailinn (góð íslenska) ég fæ póst en get ekki sent póst. Ég á líka í brasi með MSNið ég næ ekki að tengast. Vonandi kemst þetta í lag hjá okkur á mánudag. Reyndar er sama vesenið með myndirnar. Ég er farin að kenna myndaforritinu um.Það er alltaf gott að finna einhvern blóraböggul.GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muchas fínó myndó hjá ykkur frænka! Og Ninni pósar svona flott líka! Mér finnst blá innkaupataskan mögnuð, kemst greinilega sitt af hverju í hana KNUS frá Köben

Svava (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:29

2 identicon

Ég heyri að leikhæfileikar þínir nýtast vel á spánskri grund sem íslenskri, flott hjá ykkur. En vissiru að múró væri múrveggur?  Kveðjur frá Flókagötunni.

Hafdís Erla Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Hahahaha, ekki í vandræðum með að redda sér.. þetta líkar mér  Þið reddið þessu líka með póstinn... hafið bara samband við simnet. Held það væri kannski bara sniðugt að hlaða niður nýju msn... fara þá á netið og sækja msn fyrir makkann. Getið sótt það hér: http://www.download.com/MSN-for-Mac-OS-X/3000-2143_4-10203623.html

Lovjú (ég blogga í kvöld... fullt búið að gerast um helgina, gaman gaman)

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 30.9.2007 kl. 16:33

4 identicon

Sæl og blessuð...

Það poppa upp margar góðar minningar þegar ég sé myndirnar að utan:) Væri alveg til í að vera í Zenia GOlf núna...

Sendi bestu kveðjur til ykkar og hafið það gott...

Þórgunnur Lilja (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:37

5 identicon

sæl frænka..

haha já ekki spurning að mín reddar sér bara,  Og fórst létt með það. Myndirnar sóma sér vel á veggnum..  knus til ykkar beggja kveðja frá Dalvík

steinunn (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 21:59

6 identicon

ekki get ég ímyndað mér annað en þú móðir góð hafir bara verslað það allra, allra helsta á markaðnum og bláa taskan sjálfsagt verið hálftóm þegar lagt var heim á leið.

Þórgunnur (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 17:54

7 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Takk fyrir viðkomuna stelpur. Haldið áfram að líta við. Það er svo gaman að fá 'kommentana frá ykkur.

Love til allra. 

Svanhildur Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 09:26

8 identicon

Helvíti tekur karlinn sig vel út við myndirnar.

Kveðja Kristján V

Kristján V (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband