Hafragrautur og hræringur.

 SA400013Svanhildur Árna er farin að borða hafragraut á hverjum morgni.Hver ætli trúi þessu? Ég veit fyrir víst að börnin mín trúa þessu ekki, en þetta er samt heilagur sannleikur.Tengdadóttir mín elskuleg gaf mér að smakka þennan eðal graut þegar við vorum í Hvassaleitinu og lét fylgja að tími væri kominn til fyrir mig að borða, hafragraut eins og allt venjulegt fólk. Nú grauturinn smakkaðist vel enda var uppskriftin ekki þessi gamla vonda. Ég hét því að þetta yrði aðal morgunmatur okkar hjúa hér á Spáni. Og viti menn ég hef borðað grautinn næstum daglega. „ það ber ekki allt uppá sama daginn„ hefði Árni G sagt.Það hefði líka þurft að segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum að ég ætti eftir að slafra í mig hafragraut daglega. Nú vantar mig bara smáskyrslettu. Ekki til að sletta á nágrannana (enda myndu þeir ekkert skilja það að ég væri að sletta skyri af því að ég ætti það) heldur til að gera hræring.

Ég var ofurlítið fyrir vonbrigðum að enginn skyldi spyrja mig hvað bosið þýddi. Ég ætla samt að útskýra það. Bos þýðir bæli,hreiður eða híbýli getur líka þýtt vagga. Þeir sem eru að búa í bosið eru að stofna heimili,hvort sem það er hreiður,bæli eða heimili og hafið þið það.

Bettý búðarmærÞessi unga kona heitir Bettý og er frá Búlgaríu. Hún vinnur í verslun hér rétt hjá sem er opin allan sólarhringinn. Okkur vantaði vatn og fórum stystu leið eða í 24 tíma verslunina. Við ræddum eitthvað saman meðan við gengum um búðina sem er mjög lítil og þegar við komum að afgreiðsluborðinu og áttum að fara að borga sagði Bettý verðið á íslensku. Ég var mjög hissa og fór að tala við hana og hún sagði okkur að hún hefði lært aðeins í íslensku af íslenskum vinum sínum hér. Mér fannst þetta áhugavert og skemmtilegt að stelpa frá Búlgaríu, starfandi á Spáni en talar ekki spænskuna en ágæta ensku skuli kunna smá í íslensku.Svo var hún svo hress og eins og sjá má. 

Janice hin skoska Þessi kona er Janice og er frá Skotlandi.Hún vinnur hjá GloríaCasa og er mjög fær í sínu starfi, eða allavega að því sem að okkur hefur snúið. Hún talar svo yndislega ensku, ég vildi að allir töluðu eins ensku og hún. Auk þess er hún jákvæð, gamansöm og góð í mannlegum samskiptum. Ef allir tileinkuðu sér svipaða framkomu og þessi kona gengi allt svo smurt. Hún minnti mig strax á Gosiu vinkonu mína frá Porúgal.

 

Jakob MániÍ lokin á þessum skrifum,sem eru orðin hálfgerður hræringur vil ég lýsa ómældri ánægju okkar hjóna að hafa séð og heyrt litlu fjölskylduna í Missouri í gærkvöld og Þórgunni og Arnarí Ólafsfirðinum. Það er ótrúlega gaman að geta séð viðmælendur sína í tölvunni. Nú þarf Kristján minn bara að kaupa vefmyndavél þá verður kellan mjög ánægð. Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkur hvar sem þið eruð stödd í heiminum.Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku amma, þetta er flott blogg hjá þér. Vonandi eruð þið búin að koma ykkur vel fyrir á Spáni. Hlakka til að heimsækja ykkur. Love you og segi allt það besta. Þín Vigdís

Vigdís (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:59

2 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Já svona á að blogga  Gaman að lesa svona mikið og margt. Þú mátt ekki fara að slá slöku við þó að við heyrumst daglega á Skype-inu  Það mátti nú trúa því að hjónin yrðu ekki lengi að eignast kunningja þarna í úttlandinu.. nú er bara að bíða eftir því að Che droppi í heimsókn

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 4.10.2007 kl. 01:12

3 identicon

já, þetta með bosið........alveg vissi ég þetta Ég ákvað að þykjast vera voða klár og gerði það með vilja að spyrja ekki en var mikið búin að velta vöngum yfir þessu agalega orði. Komst að þeirri niðurstöður að nú væri mín kæra móðir farin að beygja spænskuna með íslenskum hætti. Gott samt að þa ðer búið að útskýra þetta fyrir mér.

Lofa að spyrja þig næst þegar ég skil ekki.

Þórgunnur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:32

4 identicon

ég þarf nú mynd af þér borða hafragrautinn, hvað þá hræring, ég trúi ekki öllu sem mér er sagt!

Þórgunnur (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:33

5 identicon

haaalló og komiði sæl:D hehe hvað segja spánverjarnir gott? og svakablogg hér á ferðinni skemmtilega stelpa þarna á þessari mynd og kunna eitthvað í íslensku er náttúrulega bara snilld sko! ekki annað hægt að segja! og ÞÚ að borða hafragraut ég þarf nú að fá að sjá það, það sem þú svanhildur árna(amma mín sko) búin að drulla svoleiðis yfir hvað grautar væru vondir:D hehe þú ert nú meiri pullan;D enn annars er bara allt gott að frétta af mér...er bara á fullu í skólanum og það gengur bara ágætlega kannski ég reyni að komast í skanna einhverstaðar og skanna myndirnar mínar svo mamma geti þá sett á síðuna sína eða eitthvað svo þið getið fengið að sjá:) þið megið vera heppin að vera ekki á íslandi núna það er bara skítkallt og bara ógeðsleg flensa að ganga ALLIR búnir að vera veikir klárlega allir sko!

enn annars hvernig er veðrið á ykkur og hvað eru þið búin að vera bralla?

ég sakna ykkar aaaalveg ótrúlega alltof mikið sko! ég er alltaf að segja við vini mína: bara ohh þússt amma og afi fóru bara frá mér fóru bara til spánar og koma bara ekkert heim fyrr enn sko 1 desember eða eitthvað! geggjað bitur sko..;( enn það er gott ef ykkur líður vel þarna;**

enn annars þá heyri ég í ykkur ég verð að fara kíkka oftar á síðuna og kvitta og sonna skal gerast alveg daglegur gestur:)

Kv. Andrea,, ég elska ykkur alveg ótrúlega mikið;**

ps: ég er með mynd af ykkur báðum á náttborðinu mínu og haha mamma kom hérna í gær og var að skoða því það hanga svona myndir á veggjunum og svo myndirnar af ykkur og svona og svo sagði mamma ANDREA það er ENGIN mynd af mér hérna!!! hún ætlaði sko bara að láta fullstækka mynd af sér og líma á vegginn:D "pínu" bitur sko.. enn heyri í ykkur;*

Andrea (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:56

6 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Hahahahahaha... yndislegt að lesa athugasemdina hennar Andreu.. yndislegt alveg. En hvað á það annars að þýða að vera ekki með mynd af mömmu sinni?! Ég er búin að veggfóðra stofuna með henni!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:31

7 identicon

elskuleg! þú ert sko að slá mér við í blogghæfni! frábært - og gaman að heyra í ykkur líka systur! hugsa til þín frænka sæl þegar ég er að slufra í mig hafragrautinn á morgnana! öfugt við þig, þá hefur mér alltaf þótt sá grautur góður! KNUS frá sólríku haustveðri í Köben

Svava (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband