7.10.2007 | 09:07
Nafn á kotið
Hér voru þrumur og eldingar í tvo daga og úrhellisrigning. Það er með sanni hægt að segja að það hafi verið hellt úr fötu. Það var mikil Guðs gjöf fyrir gróðurinn að fá þessa rigningu. Hann sogaði til sín vatnið eins og ég svolgraði írska kaffið í den. Nú er komin á renniblíða aftur og sólin vermir hvern reit. Í gærdag gengum við meðfram ströndinni.
Baðstrendurnar hér eru marga litlar og sætar víkur .Á þessum árstíma er ekki mjög þétt setinn bekkurinn. Enginn vandi að finna sér pláss og hreiðra vel um sig. Ekki er maður búin að liggja lengi þegar komin er kínversk kvensa, sem bíður uppá nudd. Heilnudd eða hálfnudd. Við prófuðum nuddið hjá einni þegar við vorum hérna í júní. Hikstalaust hægt að mæla með því.
Þegar við komum heim af ströndinni birtust hér í kotið gamlir kunningjar. Það varð mikil gleði af minni hálfu að sjá aftur þessa gömlu góðu vini.Þetta voru þau Miss Elly og stórfjölskyldan eins og hún lagði sig. Fyrstan er að nefna hin eina sanna JR, Bobby,Pamela,Sue Ellen og bara allt hyskið frá Southf. Ein breska stöðin sem við höfum er að endursýna Dallas og ég segi það alveg satt að ég hafði þvílíkt gaman að. Veit reyndar ekki hvort ég legg mig sérstaklega fram við að fylgjast með þáttunum í framtíðinni,allavega mun ég ekki kaupa kók í flöskum og stykki fyrir hverja útsendingu.
Ég vil biðja ykkur börnin góð að koma nú með hugmyndir að nafni á kotið. Það virðist vera siður hér meðal íslendinga að skíra húsin sín og er það vel. gamall og góður íslenskur siður. Við höfum ekki fundið nafn ennþá, þó er ein hugmynd komin. Hún er að láta kotið heita Ásholt
þá erum við með Ásbyrgi og Reykholt í huga. En endilega komið með hugmyndir við höfum ekki ákveðið hvort einhver verðlaun verði í boði fyrir það nafn sem fyrir valinu verður.
Jakob litli Máni átti afmæli í gær hann varð fimm ára elsku drengurinn. Til hamingju elsku Jakob og hafðu það sem allra, allra best í Ameríkunni. Megið þið öll vera góðum vættum falin hvar sem þið eruð niðurkomin.
Athugasemdir
Svakalega fannst manni nú Dallas gott og mátti ekki missa af einum einasta þætti. Þannig voru miðvikdagskvöldin heilög.
Ásholt þykir mér gott nafn og það hljómar vel að segja; Svanhildur og Vigfús í Ásholti en kannski passar betur Svansa og Ninni í Dallas
Þórgunnur (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 12:38
Já, ég segi það nú líka... Ásholt hljómar vel.. en hljómar ekki bara Reykás enn betur?!
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 7.10.2007 kl. 16:51
Ég ætlaði að skreppa í kaffi til þín núna en öhö, þú komin til Spánar ! þá var bara að finna síðuna þína og lesa bloggið. Þetta hljómar allt svo huggulegt og hýlegt, að búa sér hreiður á sólarströnd og kúldrast þar yfir ekki neinu nema hvort öðru. Liggja í sól og fá nudd á ströndinni og horfa svo á Dallas
Er ekki nafnið bara HREIÐRIÐ !Hér sit ég og horfi á snjóinn út um gluggann. Veturinn mætti með stæl um helgina þannig að nú er snjóþekja yfir öllu. Ég vona samt að þessi snjór fari í dag því nú er yndslegt veður, sól og blíða. Öldugatan aldrei verið fegurri ....
jæja, best að hætta núna. Hafið það bara sem allra best í sólinni.
p.s. frábær athugasemd hjá Hrafnhildi !
Björg Ragúels (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:34
hææ elsku amma og afi:) heyrðu fyrst þið eruð flutt til spánar er ég þá ekki svona hálfur spánverji ea? ég held það sé bara hreinasta snilld. enn annars hvað er að frétta af ykkur? bara allt gott að frétta hérna megin það er bara snjór heima hjá mömmu enn alveg autt hérna á mér skoh:D ég bý nefnlega á Akureyri skohh:D hehe enn ja annars skilaði ég íslnesku ritgerð um daginnn án þess að mamma vissi af því og tjúnnaðist alveg þegar hún vissi ég hefði skilað henni án þess að hún fengi að fara yfir og lesa villurnar og jafna textann og eitthvað ég sagði bara hvað er þetta átti e´g ekki að gera þetta eða? hehe hun bara jú enn SAMT ég bara jájá kemur bara í ljós hvað ég fæ og ég fékk bara heilar SJÖ haaa!?! bara snilld svo var ég í tjáningu líka semja ræðu og lesa á púlti og ég fékk 9 í því. ég held ég þurfi ekki að rekja það langt sko:D hehe bara til hennar ömmu sko...! enn annars er ég farin að geta keyrt vespuna komin með skírteinið aftur og allt í gúddí:) heyrðu svo var hún kona hérna á vistinni sem skoðar alltaf herbergin hún spurði mig í dag heyrðu er amma þín ekki svanhildur árnadóttir? ég sagði bara jú mikið rétt hun bara já við erum sko frænkur! ég bara jáhh okey hvernig gat það nú verið? hehe með finnst ég vera skild öllum eða þá þússt fólk sem þekkir þig sér einhvern svip með okkur og eitthvað svoleiðis. Enn ég skil þetta ekki með þig þú ert bara farina ð þekkja ALLA skohh mætir einhverju fólki á SPÁNI og þekkir það þú ert alveg merkileg sko:D enn þetta er nú nóg í bili ætla að fara lesa blóðberg..amma segja svo ég lesi ekki? hehe
ps: sakna ykkar alveg úber dúber mikið skoh;***
ps2: ég vil Reykholt alveg hiklasust. ;D
Andrea (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 19:27
Elskuleg!
Hvernig hljómar Reykás á spönsku? Ef heimamenn geta borið það þokkalega fram styð ég tillögu Hrafnhildar! Hafið það yndislegt áfram, KNUS til ykkar allra
rastamama, 9.10.2007 kl. 21:28
Takk stelpur. Mér finnst allar tillögurnar mjög góðar. Við vinnum úr þessu. Gaman Bjögga að heyra frá þér. Þú færð bara aðventukaffi hjá mér, annars er nóg kaffi hérna líka
Elsku Andrea mín þú verður víst bara áfram hreinræktaður íslendingur og bravó það er sko ekkert smáflottar einkunnir hjá þér.Love
Svanhildur Árnadóttir, 10.10.2007 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.