9.10.2007 | 12:55
Hlustað á hljóð húsins!
Það er að ýmsu að hyggja þegar flutt er til nýrra heimkynna. Meðal þess sem þarf að læra er, ný og jafnvel áður óþekkt hljóð innan hús og utan. Eins og allir vita hafa flest hús sál. það hlýtur að vera eitthvað brogað við hús, sem er alveg sálarlaust. Hús hafa líka sín hljóð, þessi hljóð geta verið mjög mismunandi eftir húsum.Við höfum verið að venjast hljóðum okkar nýja hús sem eru ósköp pen og ekkert sem pirrar eða plagar.
Þó brá svo við, þegar ég sat með prjóna mína út á svölum í gærmorgun, að Ninni kemur í gættina og segir: -Ég er engan veginn ánægður með þetta hljóð sem ég heyri inni í svefnherberginu Ég legg frá mér prjónanna og hökti inn. Jú það leyndi sér ekki hér var eitthvað undarlegt á seiði. Hljóðið kom úr veggnum við náttborðið Ninna megin.
Við leggjum við eyru og spáum og spegúlerum, horfum hvort á annað og undrumst þetta ótrúlega murr sem heyrist mjög greinilega og eins og áður sagði virtist vera inní veggnum. Við vorum satt að segja ráðþrota um stund, hvað áttum við til bragðs að taka? Ninni var búinn að taka leslampann úr sambandi, ef þetta tengdist nú eitthvað rafmagninu. Engin breyting varð á svo hann tók til að bölva eins og honum einum er lagið og segir:þú verður að fara til Dave og vita hvort hann áttar sig eitthvað á hver andsk... er hér er á seiði.
Dave er varaforseti húsfélagsins hérna en maður að nafni Bob er forseti húsfélagsins báðir eru þeir breskir. Ekki veit ég af hverju þeir hafa þessar nafngiftir, nema bara það sé til gamans, eða betra að fá menn í þessi hlutverk með þessum fínu titlum. Til þessara manna má maður leita með ýmislegt smálegt. Ég arka af stað til Dave, stutt var að fara þar sem hann býr í 86.
Ég kom að læstum dyrum, svo ég tók á það ráð að fara um svæðið og leita að honum eða Bob, sem ég reyndar þekki ekki enn í sjón(hef aldrei séð manninn) Ég hitti fyrir mann sem ég tek tali og spyr hann hvort hann viti nokkuð hvar Dave eða Bob sé að finna. Hann tjáir mér að þeir báðir séu fjarverandi, en Dave muni koma fljótlega.
Ég sagði þessum nafnlausa manni raunir okkar hjóna og spurði hann hvort hann vildi ekki koma og heyra þetta einkennilega hljóð sem kæmi útúr veggnum í svefnherberginu okkar. Maðurinn sá aumur á mér og kom með mér.
Þegar við komun upp í herbergið stóð Ninni þar jafn ráðþrota og áður.Ónefndi maðurinn lagði strax eyra við vegginn og var nokkuð undrandi á þessu en sagði fátt, færði síðan náttborðið til,(sem við vorum líka búin að prófa) dró það vel frá veggnum og eiginlega skók það til. Spurði síðan, hvort eitthvað væri í skúffunum, sem eru þrjár. Ég kvað svo ekki vera. Ekkert væri í þessum skúffum að mér vitandi.
Sá ónefndi dregur þá neðstu skúffuna út og hljóðið hækkar og í ljós kemur lítið og nett snyrtiveski sem Ninni á. Ofan í veskinu morraði, murraði og titraði (hann var nefnilega í gangi)sakleysislegur rafhlöðu eyrna- og nefháraplokkari sem er mikið þarfaþing. Við hjónin stóðum þarna eins og algerir fábjánar og gátum litlum vörnum við komið. Ninni sagði þó um leið og hann leit á mig: -Ég slökkti á helvítis melnum þegar ég var búinn að nota hann í morgun-.
Sá ónefndi glotti við tönn og snaraðist niður stigann, ég rétt náði að kalla til hans áður enn hann hvarf á braut: að vera svo vænn að segja ekki neinum frá þessu. Hann lofaði því, en mig grunar að hann hafi haldið að þarna væri allt annað tól á ferð en nefháraplokkari. Þegar ég tók titrandi plokkarann uppúr veskinu var sá ónefndi grunsamlega snöggur að snúast á hæl og kveðja. Við mættum þessum ónefnda bjargvætti hér á göngu í dag og nikkuðum okkur kumpánlega til hans og brustum síðan öll í hlátur
Þar sem ég á ekki nynd af ónefnda bjargvættinum, set ég inn mynd af snyrtiveskinu og sökudólgnum.Það fer engum sögum um það hvað ég þrusaði við Ninna eftirá,hvað það ætti að fyrirstilla að geyma þetta í náttborðinu þar sem nóg geymslurými væri í húsinu. Ég vona að þið þekkið hljóð húsa ykkar.
Athugasemdir
Huh?
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 9.10.2007 kl. 13:24
er ekki alveg a ð skilja þetta, á maður ekki að fá að heyra neitt eða
Þórgunnur (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:38
Þetta átti ekki að birtast en pabbi ykkar studdi á eitthvað segir hann, þegar hann var að fara á fréttirnar í morgun. Hljóð hússins kemur seinna.
Svanhildur Árnadóttir, 9.10.2007 kl. 15:43
Arrrggggg.......múhahahahahahahamúhamúhahahaha
Og ekki skemmir útlitið á "nefháraplokkaranum" fyrir heldur! Hahahahaha... ég lofa því að þessi saga verður skrumskæld og löguð aðeins til og sögð á öllum næstu mannamótum! 
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 9.10.2007 kl. 20:23
Þetta verður lengi í minnum haft. Alveg heyri í ég í pabba bölsótast yfir hljóðinu og svo bölsótast aftur þegar í ljós kom hvað væri á ferðinni. Ég býst ekki við að þessi ónefndi maður nái sér nokkurn tíma af hlátri. Bara snillingar!
Þórgunnur (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 08:57
Þvílík snilldarfærsla svanhildur!! Ég veltist um af hlátri, og vona að þið hittið þennan hjálpsama nágranna ekki oft á dag, ykkar og hans vegna..heheheh.
En til hamingju með húsið ykkar þarna í hlýjunni. Við, hér í firðinum lofum að vera góð við Þórgunni munaðarlausu, nú þegar þið eruð flogin burt. Meina samt ekki að við höfum verið eitthvað vond við hana áður.. Hafið það gott í sólinni.
Kv.- Sigga
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:36
Jú Svanhildur þetta er bara geggjað og bara tær snild gott að lesa svona hlátur góða færslu
Hafið það gott kveðja Sigríður Brautarholts frú
Brautarholt (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:17
Elskuleg!
takk fyrir frábæra sögu, er búin að hlægja mikið og ekki bara af sögunni heldur sögunni sem ég á eftir að segja um hana Svönsu frænku mína sem býr á Spáni og gleymdi að slökkva á titraranum sínum!!!


Hafið það sem best, KNUS frá Köben
rastamama, 11.10.2007 kl. 22:37
Takk stelpur fyrir góðar viðtökur.Þetta var nú frekar neyðarlegt alltsaman en drepfyndið eftirá. Sigga mín ég veit að þið verðið góð við hana Dódu mína. Sigga mín Brautarholtsfrú gaman að heyra frá þér ég bið að heilsa frændum mínum og Svava min kæra,takk fyrir allt. Love S.
Svanhildur Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.