12.10.2007 | 12:04
Fyrstu gestir í kotið!
Þá höfum við tekið á móti fyrstu gestunum í kotið. Það voru hjónin Gróa og Binni sem starfa hjá Gloría Casa. Þau hafa búið hér í sex ár. Eiga tvö börn í skóla fimmtán ára stelpu og þrettán ára strák. Fjölskyldan er mjög ánægð hér og hefur engan áhuga á að flytja til Íslands, að svo stöddu.Þeim finnst lífið hér afslappaðra og betra á flestum sviðum. Grunnskólinn góður og þau telja að meiri agi ríki hér í skólum en heima.
Þá komu hér í gærmorgun góðir gestir frá Íslandi. Hér voru á ferð hjónin Ásdís og Óskar á Steypustöðinni og Sigrún mamma Ásdísar, en hún og hennar maður eiga íbúð hér, sem þau eru búin að eiga í nokkur ár. Óskar og Ásdís eru með bílaleigubíl og fengum við að njóta góðs af;drossíunni; og félagsskap þeirra hjóna í gær. Við keyrðum til Torrivieja og fórum aðeins í búðir. Við Ninni keyptum okkur kaffibolla og fleira smádót. það var hálfleiðinlegt að láta gesti okkar sötra kaffið úr vatnsglösum.
Notabene. Áður en við lögðum í'ann setti ég mig í hárgreiðslumeistara stellingar og klippti Óskar. Meðan á gjörningnum stóð, sagði ég honum sögu af því þegar bræðurnir Árni G.og Kiddi G. voru að klippa hvorn annan forðum daga. Kiddi sagði mér að stundum þegar pabbi hefði verið búinn að klippa hann, hefði hann gjarnan danglað létt í hausinn á honum og sagt: Þú hefur aldrei verið betur klipptur, djö...ertu vel klipptur hjá mér núna laxmaður Kiddi vildi meina að þá hefði tekist fremur illa til og stallarnir væru frekar áberandi. Heldurðu að það hafi ekki verið geðslegur þokki sagði Kiddi svo og hló sínum smitandi hlátri. Kiddi sagði mér aftur á móti ekkert af því hvernig klippingin hjá honum á pabba hefði lukkast. Ég nýtti mér þessa sögu og danglaði létt í hausinn á Skara þegar ég hafði lokið verkinu og sagði um leið: Ég er viss um ,að þú hefur aldrei verið betur klipptur Það voru engir stallar sjáanlegir. Ég er reyndar farin að sjá fremur illa
Ef einhverjum sýnist á tilburðum mínum á myndinni að ég sé að heila manninn,þá er það ekki rétt. Ég er að klippa hann, en það má vel vera að hann hafi fengið heilun í leiðinni. Ég bið að góð,jákvæð orka og góðar vættir umvefji ykkur öll.
Athugasemdir
dá´ana! ekki lengi að koma sér í sving, auðvitað þarf að klippa fólk þarna sem annars staðar - og líklega oftar því hárið vex svo svakalega í hitanum! KNUS
Svava (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 23:32
Alltaf gott að fá góða gesti. Þú hefðir nú farið létt með að heila liðið líka
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:37
Helvíti góð sagna af afa og Kidda. Ertu farin að heila líka. Hvað líður barnabókinni sýnist miðað við blogið að þá yrðir ekki lengi að snara fram einni barnabók fyrir jólin.
Kveðja Kristján V.
kristjanv (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:44
Já það vex allt vel og alltaf gott að fá góða gesti. Ég vildi að ég myndi allar sögurnar sem hann Kiddi frændi var búinn að segja mér. Hann var svo frábær sögumaður. Kristján ertu kominn með skype?
Svanhildur Árnadóttir, 15.10.2007 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.