18.10.2007 | 17:29
„Spássitúr„
Frá því að við komum hingað höfum við gengið tugi kílómetra. Við höfum farið daglega í langa göngutúra og höfum á þessu arki okkar kannað nánasta umhverfi. Í gær ákváðum við að sleppa arkinu ,en fara þess í stað í spássitúr sem er eins og þið vitið allt annars eðlis.
Þar sem við spásséruðum eftir aðalgötunni kemur á móti okkur maður sem ég kannast strax við. Ég brosi mínu blíðasta og geri mig líklega til að heilsa. Maðurinn horfir á okkur hálfundrandi, þar sem ég góndi úr mér augun gleiðbrosandi til hans,en hann sýndi engin merki þess að hann kannaðist nokkuð við mig. Ég hugsa með mér: Honum skal nú ekki verða kápan úr því klæðinu, að heilsa mér ekki og ég segi: Ertu orðinn svona merkilegur með þig? Geturðu ekki heilsað manni?
Ég var með stór,dökk sólgleraugu,sem ég tók niður svo hann gæti nú örugglega kannast við kerlinguna.Hann stoppar við og mælir okkur út smástund, en segir svo á hreinni íslensku: Því miður,ég þekki ykkur ekki. Ég var nú ekki alveg dús við þetta og segi: Biddu aðeins við, er þetta ekki Kalli? Maðurinn svarar strax og segir: Næsti bær við Ég spyr á móti: Ertu bróðir hans Kalla? Já ég er tvíburabróðir hans og heiti Ingimundur
Á þessu augnabliki fannst mér þessi maður nákvæmlega eins og Kalli og ég var bara ekki tilbúin að trúa því að þetta væri einhver annar en hann. Til að bæta gráu ofan á svart geng ég þétt uppað manninum (svona eins og Steini Rönnu gerir stundum og þau gera í Ópal-auglýsingunum) og segi: Láttu nú ekki svona,víst ertu Kalli. Maðurinn sem augsýnilega var á hraðferð hundleiddist greinilega þetta raus í mér og fannst hann orðin nokkuð aðþrengdur af nálægð minni og andfýlu, (ég var ekki með ópal )segir hálffýlulegum rómi:Við erum vanir þessu bræðurnir,að fólk ruglist á okkur, en fyrirgefið mér ég er að flýta mér á pub til að horfa á leikinn(Rússland England)
Með það sama sáum við undir hælana á honum, alsælum að sleppa frá þessari prísund. Ég náði auðvitað ekki að mynda Kallabróður.
Nú verð ég að gera grein fyrir þessum góða Kalla sem ég þekki í raun ekkert mjög vel, kannast bara við hann úr pólitíkinni. Þið vitið hvernig þetta er maður heilsar öllum í útlandinu. Kalli var gjaldkeri á Dalvík fyrir margt löngu. En það var Kalli sem kom á þeirri reglu hjá Dalvíkurbæ á sínum tíma að innheimta dráttarvexti hjá þeim sem ekki stóðu í skilum. Að launum fékk Kalli frá gárungum á Dalvík ákveðið viðurnefni, sem þið verðið að geta ykkur til um hvernig það hljómaði.
Það var ekki hátt risið á mér eftir þennan fund, en við spásséruðum áfram eins og ekkert hefði ískorist og fljótlega urðu á vegi okkar tveir litlir kínverjar sem ólmir vildu fá mynd af sér. Það var auðsótt mál og smellti ég mynd af þeim félugum, sem voru glaðir og ekkert að stressa sig.Þeir minntu mig aðeins á Jakob Mána með þumalinn á lofti og glaðbeittir í allri framgöngu.Þeir björguðu spássitúrnum
Ég vona að öllum líði vel og góðar vættir lýsi vegi ykkar allra.
Athugasemdir
Kalli þessi, er hann frændi okkar eða sjálfstæðismaður?
Þórgunnur (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:27
Pottþétt hvoru tveggja systir... pottþétt.
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 19.10.2007 kl. 00:30
hvorugt frænkur bara venjulegur!!
Gugga frænka (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 17:19
Sæl frænka... Þú ert ágæt:) heh
En sagan með skrítna hljóðið verður sko geymd á góðum stað:) Þessi ágæti drengur er örugglega ennþá að hlægja!!!
Bestu kveðjur til ykkar og bið að heilsa gömlu í nr 6 :)
Þórgunnur Lilja (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:16
Systur! Hvernig dettur ykkur í hug að Kalli geti verið frændi ykkar, auðvitað er hann sjálfstæðismaður, þó að Gugga segi að hann sé óbreyttur. Sæl Gugga mín gaman að heyra frá þér og takk fyirr póstinn. Ég sendi þér póst bráðum þetta er allt að koma. Þú getur nú líka hringt í heimasímann. Þórgunnur mín, afi þinn og amma eru alveg eldhress og ég skila kveðju til þeirra. Love
Svanhildur Árnadóttir, 23.10.2007 kl. 08:50
komið þið nú blessuð og sæl hvaðer að frétta af ykkur þarna á spáni?
það er nú bara allt gott hérna megin bara á fullu í skúlen og sonna skohh, enn ef þetta er nú ekki líkt þér þá veit ég ekki hvað og það er alltaf líkt mér meira og meira við þig bara vá þú ert aaalveg eins og amma þín svo kemur nu svona frá nánustu(mömm og arnari) bara ANDREA þú ert VERRI ENN AMMA þÍN í þessu!! og þá er nú mikið sagt!! hehe ég og sagði nú bara og er eitthvað að því eða? hehe amma mín og afi eru best!! skammast mín bara ekkert fyrir að vera eins og þau:P hehe enn annars þá er ég í tíma ætla að halda áfram að GlÓSA:) heyrumst;** lov andrea;*
Andrea (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:15
Svanhildur Árnadóttir, 24.10.2007 kl. 18:24
hæhæh, ég ákvað að kommenta, ég er vinkona hennar Andreu:)
Flott siða hjá þér og skemmtu þér þarna í sólinni:)
Sylvia :) (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:46
elskuleg! hef verið ferlega léleg í bloggi og kommentum, þarf að fara að skrifa þér almennilega! hvaða email notaru þarna? KNUS frá Frakkastígnum
Svava (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:32
Blessuð og sæl Svansa og Björgvin frændi hahaha :)
Frábært að lesa bloggið þitt........næst þegar þú hittir manninn segirðu náttúrulega bara "Nei, blessaður. Á ekkert að heilsa manni? Er þetta ekki Ingimundur?????" ;)
Bestu kveðjur úr Kópavoginum,
Hulda Signý
Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:04
Takk fyrir„kommentin Sylvia, Hulda Signý gaman að heyra frá þér og frændi biður að heilsa. Svava mín, ég var að því komin að lýsa eftir þér. Mér leist ekkert orðið á hvar þú gætir verið. Póstfangið mitt er: svansa13@gmail.com. Láttu heyra frá þér og takk aftur allar með tölu fyrir innlitið. Love
Svanhildur Árnadóttir, 26.10.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.