Vín,andi og slátur.

SA400001_4Öllum íslendingum hérna á svæðinu var boðið í vínsmökkunarferð. Við sérfræðingarnir fórum auðvitað, þar sem um vínsmökkun var að ræða. Mæting í rútu var á golfvellinum sem er hér í grenndinni.(golfvöllur á heimsmælikvarða segja þeir sem til þekkja) Bjössi og Lilja fóru líka og fengum við far með þeim á golfvöllinn. Bjössi keyrir hér um eins og alvanur leigubílstjóri til 25 ára. Þegar á golfvöllinn var komið voru þar mættir um 50 þyrstir íslendingar. Ég fer strax að huga í kringum mig og undrast með sjálfri mér  að þekkja ekki nokkurt kjaft af öllu þessu fólki. Jú bíddu við, þarna var einn frægur leikari sem ég þekkti. Ég get bara ekki með nokkru móti munað nafnið á honum. Hvernig sem ég pæli, kemur nafnið ekki upp í hugann. Ég vendi þá mínu kvæði í kross og fer að grufla í hvaða leikriti ég hafi séð hann síðast. Alveg sama ég get ekki munað það. Ég er náttúrlega ekkert ánægð með þetta minnisleysi mitt, en hugsa eitthvað á þessa leið:Ég tek hann bara tali og spyr hann í hvaða leikriti hann hafi verið að leika nýlega (eða kannski var það bíómynd) Þá átta ég mig örugglega hver hann er. Það verður svo gaman að guma að því heima að hafa hitt og spjallað við þennan fræga, myndarlega leikara. Ég hrekk uppúr hugrenningum mínum þegar einhver töffari tekur hann tali svo ég hætti við að vekja á mér athygli í þetta sinn, en  gramdist mjög að muna ekki nafnið á honum, eins og ég er nú búin að sjá mörg leikrit sem hann hefur leikið í. Það kemur vonandi tækifæri seinna í ferðinni til að tala við hann. Seinna í ferðinni segir Ninni við mig: „Þekkir þú ekki þennan í brúna jakkanum?„ og horfir um leið í átt til leikarans. Ég svara með hálfgerðu þjósti: „Mannst Þúú hvað hann heitir þessi leikari?„ (það hafði ekki hvarflað að mér að hann myndi nafnið, eða bara þekkti manninn) Ninni svarar að bragði:„hvaða leikara ert þú að tala um? þetta er Valdimar Grímsson handboltakappi. Mér leið eins og að ég hefði verið slegin utan undir með blautri tusku. En gat þó huggað mig við að þessi maður hafði leikið marga leiki þó ekki væri í leikritum.

SA400039 Það er varla hægt að segja að ég hafi borið mitt barr það sem eftir lifði ferðar. Jú ,jú ég var fljót að taka gleði mína á ný. Þetta var stór skemmti-og merkileg ferð. Það var byggingarfyrirtækið Grupo Invercon sem bauð til fararinnar. Eigandi þess og vínekrunnar er einn ríkasti maður Spánar,Paco Gomes.

Paco Gomes Þetta var fyrsta kynningarferðin hjá honum og auðvitað sölu og markaðskynning. Þeir vita hverjir eru ginkeyptastir þegar ölið er annars vegar. Okkur bauðst sem sé að kaupa aðild að öllu góssinu. Aðgang að ekrunni og vínkjallaranum sem er, með öllu þrjú þúsund fermetrar. En þar verður m.a. vínsmökkunarskóli,(ekki eins og var á Húsabakka um árið) vínsafn,listamannasetur, veitingarstaður,ólívuframleiðsla og síðast en ekki síst kirkja. Allt verður þetta byggt í upprunalega spænska stílnum. Okkur stóð til boða og stendur enn að kaupa eitt vínhólf í kjallaranum með 300 rauðvínsflöskum og fullan aðgang að svæðinu fyrir þrjú þúsund evrur í upphafi og 360 evra greiðslu árlega. Ekki veit ég hvort einhverjir gerðu viðskipti. Auðvitað var okkur boðið uppá veitingar sem samanstóðu af slátri, brauði. svínafitu og rauðvíni. Ég lét mér nægja að anda að mér af 37 ára gömlu rauðvíni og naga brauð.

SA400032 Lét mig reyndar líka hafa það að smakka bévað slátrið. Það var sko ekkert líkt okkar góða slátri. Maður hélt fyrst að þetta væru grillaðar,litlar pylsur, nei aldeilis ekki þetta var einhverskonar blóðmör. Ég reyni ekki að lýsa því frekar, en vont var það.En hvað sem veitingunum leið þá var mjög gaman að skoða þetta allt saman þó  ekki sé allt enn frágengið og mikið eigi eftir að byggja þarna. Húsið sem eigandinn kallar sumarhúsið sitt er eins og höll, mikil pragt og flottheit. Í vínkjallaranum voru málverk á öllum veggjum. Máluð beint á veggina. Ungverskur málari var tvö ár að mála myndirnar. Ég myndaði mörg málverkanna en læt nægja að setja hér inn mynd af vínsmakkaranum

„Vínsmakkarinn„ Mér finnst þessi mynd ótrúlega flott. Ég ætla að ljúka þessu með mynd af Ninna og tunnunni sem hann keypti.Tunnan hans Ninna

Er hann nokkuð sperrtur með tunnuna sína.Gott ef ekki er svipur með þeim, smakkaranum og Ninna.Whistling

Allar góðar vættir veri með ykkur alla daga og nætur.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha Svansa þú ert æði :D

Mér finnst hálfgerð synd að þú hafir ekki fengið tækifæri til að spyrja Valdimar í hvaða mynd hann lék síðast.....hihi :)

Njótið rauðvínsins :)

Kveðja af Fróni,

Hulda Signý

Hulda Signý (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 08:39

2 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Mér finnst nú eiginlega ótrúlegra að þið hafið ekki rekist á neina frændur eða sjálfstæðismenn í þessari ferð! híhíhí

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 3.11.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Hulda Signý ég er nú voðalega fegin að hafa ekki tekið manninn tali, en það er um að gera að hafa gaman af þessari vitleysu í mér Hrafhildur svei mér þá held ég bara að flestir þarna hafi verið vinstri sinnaðir, hálfgerðir kommar

Svanhildur Árnadóttir, 7.11.2007 kl. 20:54

4 identicon

Djöf........matvendin í þér, alla tíð og tíma.

Pabbi, ég get drukkið úr tunnunni með þér

Annars heldur Arnar að ég hefði nú orðið kófdrukkinn bara af því að ganga þarna inn og skelþunn daginn eftir. 

Þórgunnur (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband