3.11.2007 | 20:52
Amma og afi í Tógó.
Vorum að fá gleðifréttir. Við erum orðin amma og afi í Afríku. Kristján og Þórdís voru að ættleiða barn í Tógó. Mikil gleði ríkir í Hvassaleitinu með tilkomu þessa litla drengs í fjölskylduna og amma og afi á Spáni eru líka mjög ánægð með litla krúttið. Drengurinn heitir Clement og er sjö mánaða gamall. Hann er fæddur 21. mars eins og afi Ninni. Móðir þessa litla drengs dó stuttu eftir fæðingu hans. Ekkert er vitað um föðurinn. Þrátt fyrir allt er drengurinn lánsamur, að eignast frábæra foreldra og systkini á Íslandi. Hann mun þó alast upp í heimalandi sínu en foreldrarnir munu sjá um framfærslu hans. Fjölskyldan mun að sjálfsögðu heimsækja hann og fylgjast með honum og styðja hann í gegnum þykkt og þunnt. Hann mun alast upp í einu af barnaþorpunum sem Spes samtökin eru að byggja í Tógó. Njörður P. Njarðvík átti ásamt tveimur félugum sínum frumkvæði að stofnun Spes samtkanna. Á Njörður miklar þakkir skyldar fyrir framlag sitt til þessara mála. Það er mönnum eins og honum að þakka að fjölmörg börn sem enga von áttu, eiga nú von um framtíð sér til handa. Glement litli á góða von um bjarta framtíð. Til hamingju elskurnar og Vigdís mér finnst hann pínu líkur þér. Allar góðar vættir verndi og blessi þennan dreng og ykkur öll.



Athugasemdir
Til hamingju, yndislegur, það verður erfitt að leyfa honum að vera í Afríku.
Þórgunnur (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:25
Yndislegar fréttir. Til hamingju
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 4.11.2007 kl. 00:14
hææ:) heyrðu til hamingju með þetta hann er voðalega sætur;* enn annars hvað er að frétta af ykkur þarna? farið að hlakka til að koma heim? ég hlakka allavegana til mjöööög mikið takk fyrir sko!!
enn annars þá lá ég upp í rúmi og sonja að læra og svo sagði ég við sonju þvi ég er að prófa eitthvað nýtt ilmvatn ég sagði við hana bara gvuuuuð sonja það er bara alveg geggjað góð lykt af mér og hún hlær eitthvað og segir nú af hverju? ég bara æji var að prófa nýtt ilmvatn og ég stóð upp og leyfði henni að finna og hun fer að skellihlæja og segir bara hahahah þetta er alveg eins lykt og er af ömmu þinni...og ég skellihló og hún hló enn meira og bara andrea saknar hennar svona? haha bara komin með lyktina hennar:D hehe mér fannst það bara krúttlegt;* enn annars þá ætla ég að hoppa í sturtu og módelast fyrir Þórgunni vinkonu mína:) hún er að læra verða ljósmyndari:)
looovjú;**
Andrea (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:43
Hann er yndislegur, til hamingju !
kv. Steina
steina jóh. (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:05
Sæll bróðir og Máka.
Til hamingju með yngsta meðlim fjölskyldunnar, verst að þú ert búinn að selja bátinn hann hefði komið sér vel til sjó sóknarkennslu handa erfingjunum í Afríku.
Gaman að vera komin með ykkur á skeypið.
Bestu kveðjur Hafsteinn og Inga.
Hafsteinn Reykjalín (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:14
Já stelpur, hann er yndislegur litli drengurinn hann Clements. Andrea mín ég sakna þín líka og hlakka til að sjá þig og finna geðveikt góðu lyktina af þér. Máki sæll það verður kannski hægt að kenna drengnum eitthvað annað en sjósókn.
Svanhildur Árnadóttir, 7.11.2007 kl. 20:47
Nei nú er mín ekki nógu dugleg við að blogga! Koma svo mamma! Þú veist að upplestur bloggfærslna þinna er ein helsta skemmtunin hér á bæ!!
Lovjú.. hlökkum til að sjá ykkur... 38...
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 9.11.2007 kl. 23:23
Innilega til hamingju með nýjasta barnabarnið :)
Kveðja frá Íslandi,
Hulda Signý
Hulda Signý (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:40
blogga-blogga svo, koma NÚNA
Þórgunnur (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.