12.11.2007 | 20:25
Bubbi kóngur!
Ég hef komist að því að hvorki Bubbi Mortens né Davíð Oddsson geta með sanngirni kallað sig Bubba kóng. Davíð hefur kannski aldrei kallað sig Bubba kóng, hann var bara í hlutverki kóngsins á sviði í den En Bubbi Mortens hefur verið kallaður Bubbi kóngur og unað því vel. En hann er bara og verður Bubbi Mortens og ekki orð um það meir. Hér í nágrenni við okkur býr hinn eini sanni Bubbi kóngur. Máli mínu til sönnunar á ég mynd af kóngsa og drottingu hans.Myndin er tekin þegar Bubbi var að fara í sérlegt konungsteiti á dögunum. Hann og spúsa hans fóru að sjálfsögðu í sitt fínasta konuglega púss og tjölduðu öllu sem til var. Það má með sanni segja að kóngshjónin hafi verið í sjaldhafnarklæðum þetta kvöld og vakið aðdáun allra viðstaddra í teitinu. Bubbi tjáði mér daginn eftir að ekki hefði maturinn í veislunni verið af verri endanum, en fátt gleður Bubba meira en væn flís af feitum sauð og allur góður matur. Hrekkjavakan er haldin hátíðleg hér eins og víðast hvar nú orðið. Ég hafði nú ekki græna glóru um það. Svo ekki hafði ég undirbúið okkur neitt að eiga eitthvað gotterí í kotinu. Það hefur eiginlega verið bannvara síðustu vikurnar. Við fengum heimsókn og okkur boðið uppá hrekk eða gefa eitthvað gott. Ég Guðaði mig og Jesúsaði í bak og fyrir og kallaði á Ninna:(þar sem hinir svöruðu ekki) hvað eigum við að gefa krökkunum? Ég fékk ekkert svar en mundi allt í einu eftir orkustöngum sem ég hafði stolist til að kaupa. Ég sótti þær og tróð þeim í flýti í pokann hjá krökkunum og spurði svo hvort ég mætti ekki mynda þau. það var auðsótt mál og hér kemur afraksturinn. Allar góðar vættir veri yfir og allt um kring.
P.s. Mikið held ég að Gunnlaugur heitinn í Háa-skála hefði notið sín á hrekkjavökunni.
Athugasemdir
en þú mín kæra? með leyfi að spyrja; varst þú ekki í kóngateiti? þú sem ert frá óðalsetrinu "The Middel Farm"?
Svava (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:03
en þú mín kæra? með leyfi að spyrja; varst þú ekki í kóngateiti? þú sem ert frá óðalsetrinu "The Middel Farm"?
ps. hver var þessi Gunnlaugur í Háa-skála? bara svona að spyrja
Svava (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:06
elskuleg.
Þú hefðir átt að drifa þinn kóng með þér á teitið
steinunn
Steinun Jóh. (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:43
Vá hvað þú myndir elska hrekkjavökuna hérna í USA... allar skreytingarnar.. tala nú ekki um allt nammið
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 13.11.2007 kl. 15:20
Kotastelpum var ekki boðið í veisluna. Auðvitað gat ég gert eins og öskubuska verið boðflenna. Ja hérna þú átt nú að vita hver Gunnlaugur í Háa-skála var. Hann var afi hans Gunna Krist og Friðjóns á pósthúsinu. Love
Svanhildur Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 09:26
Jiiii hvað gömlu eru flott:) Agalega stolt af þeim.... Hefði viljað sjá þig sem öskubusku og Ninna sem kónginn....!!
Bestu kveðjur af klakanum...
Þórgunnur Lilja (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:39
JÁÁÁ! Auðvitað, afi hans Gunna Krist!
Sjensinn að ég hafi fattað það!!! KNUS mín kæra!
Svava (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:11
Ég veit að karl faðir minn er enn að ná sér yfir því að hafa misst af þessu samkvæmistækifæri í búning. Býst ég fastlega við því að þið hafi' beðið systur að kaupa á ykkur búninga til nota næsta ár.
Þórgunnur (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.