Reykholt og Lundur.

*Ella og Daddi hafa verið hér síðustu daga. Þau eru nú búin að fjárfesta í íbúð beint á móti okkar. Þau voru ekkert að humma við þetta og hafa þegar ákveðið nafn á kotið. Lundur skal það heita. Ella og DaddiVið höfum ekki enn ákveðið hvað okkar kot á að heita. Ellu finnst einboðið að það heiti Reykholt. Ég er ekki alveg viss um það. Mér finnst Sunnukot passa vel. Ninna finnst kot vera eitthvað lélegt, alveg öfugt við mig. Hvergi var betra að ylja sér og fá eitthvað gott, en hjá ömmu í Miðkoti.Það var svo gott að koma í kotið til ömmu. Minningin er svo ljúf, hlý og mjúk. Ég sé mig sitjandi á kolakassanum hjá kolaeldavélinni, dinglandi fótunum og sjúgandi kandísmola, sem hún tók sundur með naglbítstöng og stundum fékk maður molasykur með kamfórudropum eða einhverju rauðu, sem ég man ekki núna hvað heitir. Þetta rauða var mikið betra en kamfórudroparnir, en sykurinn þó lang-bestur.GleaugnaglámarEn hvað um það, nafnið verður ákveðið seinna. Undanfarna tíu daga höfum við verið með bílaleigubíl og gátum aðeins rúntað með  hjónin á meðan á dvöl þeirra stóð. Við fórum m.a. til San Pedro í moll sem heitir Dos Mares. Þau keyptu nú ekki þessi gleraugu sem þau eru með á myndinni. En því er ekki að neita að þau eru ansi skæsleg. Við fórum líka í Habeneras og keyrðum til Torrevieja.Þau hafa því aðeins séð næsta umhverfi. Það var yndislegt að hafa þau þessa viku en þau fóru á miðvikudagskvöld og var ég smáleið í gær, en engan veginn jafn leið og veðurguðirnir sem grétu þvílíkt í allan gærdag að varla var hundi út sigandi. Þrumur og eldingar fylgdu rigningunni. Í dag skein sólin aftur og allt var svo skínandi bjart og hreint. Allar góðar vættir veri með ykkur og verndi.HeartSA400016

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rastamama

Til hamingju með nágrannana! Þetta er nú alveg frábært, aftur komið svona "þvertyfirgötusamband"! Drifuð þið ekki upp jólaseríuna á milli húsanna? Kolakassasetan hjá ömmu okkar var ljúf, mínar bestu bernskuminningar eru einmitt tengdar kassasetunni, kamfórdropunum og örygginu í baðstofunni. Þessi skrif þín ylja mér Svansa mín, takk fyrir  Þetta rauða; var það ekki bara kallað "hjartastyrkjandi"?? Það var voða gott, örugglega eitthvað sterkt í því! Stórt KNUS frá MoBay

PS. Mér finnst "Svansa í Sunnukoti" hjóma einstaklega vel, svo rómó eitthvað! Minnir á bókartitill eftir hana þarna... æi hvað hét hún nú aftur sem skrifaði íslensku sveitaástarsögurnar?! Amma átti þær! Þær enduðu alltaf svo vel!

rastamama, 23.11.2007 kl. 21:00

2 identicon

Ég er sammála Ellu. Mér finnst liggja í augum uppi að Reykholt stendur þarna á móti Lundi. Hversu magnað væri að skreppa á Spán og fara í Reykholt og skjótast yfir Lund?!

Allý (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Jólaserían bíður betri tíma. Já Svava það var hjartastyrkjandi, það var ítrúlega gott. Ertu að meina Guðrúnu frá Lundi? Allý mín kannski verður það Reykholt en það verður líka gaman að skreppa á Spán í Sunnukot eða Miðkot!

Svanhildur Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 15:05

4 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Ég skil þig alveg með Reykholts-pælinguna mamma. Það má nú alveg leika sér með útfærslur samt sem áður... hvað með Sunnuholt? Lundur gæti þá verið "Sundur"...? Já eða Sunnulundur?

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:49

5 identicon

Ætli það verði svo Arnarfell?? Kannski að Gunni bróðir kaupi utar í sömu götu,  Það má nú fara að huga að nýju nafni á götuna þarna. Þetta er skemmtilegt, gaman að Ella og Daddi hafi keypt þarna. Kærar kveðjur til ykkar og líði ykkur vel. Hafdís

Hafdís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:30

6 identicon

Guðrún frá Lundi! Einmitt hún sem ég var að hugsa um, yndislegur sveitarómans; held að bók eftir hana hafi verið fyrsta ástarsagan sem ég las  mér fannst hún æði - man náttúrulega ekkert um hvað hún var! Já hugsið ykkur bara ef Gunni bróðir bætist í hópinn þarna í götunni, þá er auðvitað ekki spurning um að endurskíra hana og kalla hana Karlsbraut! Hvernig myndi það hljóma á spönsku?

PS. Væri gott að eiga smá hjartastyrkjandi núna, er að kafna í drasli og allt reyklaust enn!

Svava (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:58

7 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Stelpur!þið eruð yndislegar. Gaman að heyra frá þér Hafdís. Anna var nú búin að biðja mig að taka frá fyrir sig og Atla Rafn. Karlsbraut á spænsku? gæti verið Hombrevía eða Hombre Calle..

Djö.... stendur þú þig vel í reykleysinu, Áfram Svava !

Svanhildur Árnadóttir, 27.11.2007 kl. 09:48

8 identicon

til hamingju með nyju nágrannana..  Ekki spurning í minum huga...  Reykholt og Lundur. 

kossar í bæinn

steina (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 03:27

9 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Takk Steina mín.

Svanhildur Árnadóttir, 28.11.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband