Snorri litli Guðlaugur Jóhannesson er orðinn pabbi. Litli drengurinn fæddist þ.24. nóv. í Stokkhólmi. Barni og móður heilsast vel. Sá stutti var fjórtán og hálf mörk og 53 sentimetrar. Langi-afi og amma sem eru hér á Spáni eru afar stolt af þeim litla og senda ástarkveðjur og hamingjuóskir til allra sem málið varða. Ömmu klæjar í lófana að fá að snerta hann og afi er að springa úr stolti yfir nafngiftinni.Drengurinn hefur fengið nafnið Björn Emil. Ég tek undir með Gyðu litlu frænku, sem sagði við mig í símann áðan:hann er ógeðslega flottur Til hamingju Snorri minn og gangi ykkur allt í haginn og allar góðar vættir verndi ykkur.
Flokkur: Bloggar | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Athugasemdir
Innilega til hamingju öll þið sem að Birni litla Emil standa. Mikið sem hann er gerðarlegur drengur, svona skýr til augnanna og náttúrulega bráðmyndarlegur! Ekki er nú að spyrja að þvi
Svava (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 19:28
Er það nokkuð sem maður sér hvaðan hann kemur
Þórgunnur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:00
Til hamingju með prinsinn. Hann er ekkert sma snúllulegur.. og gullfallegur enda ekkert nema fjallmyndalegt fólk í vorri ætt.
steina (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 03:31
blessud fraenka takk fyrir alla hamingjuóskirnar og fyrir peningin tad verdur stofnud bankabók fyrir tann litla svo hann hafi nú efni á ad bjoda fjölskylduni til spánar seinna meir vid bidjum öll ad heilsa og hafid tad sem allra best
snorri (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:22
Myndarlegur er hann og ekki getur pabbinn svarið hann af sér. Mér sýnist hann vera góð blanda af Þórgunni Lilju og Snorra. Nótbene. Ég hef ekki séð mömmuna eða móðurfólkið hans. Allavega er hann hraustlegur og fagur og vonandi verður hann eins góður maður eins og pabbi hans.
Svanhildur Árnadóttir, 28.11.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.