27.2.2008 | 19:31
Komin aftur í Sunnukot.
Mikið og margt hefur á daga okkar hjóna drifið frá því ég skráði hér síðast. Ég ætla aðeins að stikla á stóru. Við héldum jólin ekki í Öldugötunni eins og ég hafði ætlað, heldur losuðum við húsið, þrifum og skiluðum af okkur. Keyptum íbúð á Akureyri og hreiðruðum um okkur þar. Nutum jólahátíðarinnar og áramótanna í faðmi fjölskyldunnar. Heill og hamingja fjölskyldunnar er það mikilvægasta í lífinu. Allir voru hressir og glaðir og von er á nýjum einstakling í fjölskylduna. Hrafnhildur og Gummi eiga von á litlum dreng í byrjun júlí. Kristján og fjölskylda voru að ættleiða lítinn dreng í Afríku. Litli drengurinn sem þau ættleiddu í fyrra dó. Hann var svo illa vannærður þegar hann loksins komst í góðar hendur að ekki var hægt að bjarga honum. Það er sárt til þess að vita hve margar milljónir barna í heiminum eiga um sárt að binda og eiga sér enga von. Þá er líka gott til þess að vita að til er fólk sem er tilbúið að hjálpa einhverjum af þessum litlu börnum svo þau geti átt von um betra líf í framtíðinni. Vonandi fjölgar líka hjá Þórgunni og fjölskyldu á þessu ári, en þau bíða eftir barni til ættleiðingar frá Kólumbíu.
Við erum sem sagt komin í Sunnukotið á Spáni. Lentum hér þ. 20. feb. Með okkur í för voru þau Helga,Jói og Maggi félagi þeirra. Þau komu til að skoða fasteignir og trúlega ætla þau að fjárfesta í íbúð hér á Cabo Roig. Myndin til hliðar var tekin á laugardagsmarkaðinum þar sem Helga keypti sér rúmteppi á 45 evrur. Gerði alveg rífandi kaup. Ég keypti mér alveg eins teppi sl. haust á 60 evrur. Þetta kallast nú bara verðhrun. Sama virðist vera að gerast á fasteignamarkaðinum. En hvað um það ég nenni ekki að skrifa meira í bili en bil allar góðar vættir að vernda ykkur
Athugasemdir
Yndislegt að lesa aftur færslurnar þínar mín kæra
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:06
Sammala, gaman ad thu skulir vera farinn aftur ad blogga.
Gummi Odds (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:49
Bestu kveðjur frá okkur í Vættó! Þú verður vonandi dugleg að blogga svo hægt verði að fylgjast með lífinu á Spáni.
Sirrý
vættógengið (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:41
GVVVVÖÖÖÖÐÐÐÐ hvað ég er fegin að "þið" séuð byrjuð að blogga aftur, gjörssamlega geng fyrir þessu
lovjú
Þórgunnur (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:55
Takk fyrir elskurnar, þetta hvetur mig til frekari skrifa.
Svanhildur Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 19:10
Frábært þú skulir vera farin að blogga aftur Svansa :)
Hulda Signý (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:39
Guð minn eini.... Er hún Helga Snorradóttir virkilega í kápunni sinni á Spáni:) hahahaha
Þórgunnur Lilja (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.