4.3.2008 | 19:16
4. mars.2008.
Þegar ég vaknaði í morgun, var ég með einhverja verki hér og þar og alls-staðar. Ég kvartaði við Ninna (eins og það hafi eitthvað uppá sig) hann sagði rétt si svona:ertu ekki bara með hríðir elskan, það er fæðingardagur Hrafnhildar í dag Auðvitað voru þetta hríðir. Þrjátíu og tvö ár síðan örverpið leit dagsins ljós, engin furða þó ég vaknaði með verki. Það er ansi sárt að þurfa að takast á við þennan aldur. Yngsta barnið komið á fertugs aldur. Maður neyðist til að leiða hugann að því hvað maður er orðin andsk....gamall. Vitaskuld fær maður hríðir. Aldurs-hríðir. Þær eru ef til vill ekki viðurkenndar af læknavísindum ennþá, en bíðið bara það á eftir að sannast að ég hef rétt fyrir mér. Konur fá þessar hríðir. Hjá körlum er þessu öðruvísi farið. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að sinni.
Til hamingju elsku Krumma okkar.Allar góðar vættir lýsi veginn þinn.
Athugasemdir
Lovjú
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:20
Sæl Svansa mín. Gaman að þú skulir vera farin að blogga aftur. Það eru alltaf skemmtilegar sögurnar af Ninna, alls konar ævintýri. Ég vil nota tækifærið og óska Hrafnhildi litlu til hamingju með afmælið! Það er allt gott að frétta af okkur, nóg að gera alltaf, Nonni spilar og leikur á hvern sinn fingur, Auður er að útskrifast í vor frá MH. Er að taka þátt í ungfrú Reykjavík núna, langfallegust! Sturla hefur verið að vinna í Saudi Arabíu en við heyrðum í honum í gær og er hann að fara til Bangladesh til höfuðborgarinnar sem heitir Dhakar. Hann var bara hress með það að breita til, algjör ævintýrakall. Ég er að vinna við tennurnar, rosalega fínt og skemmtilegt.
Hafiði það gott og njótið verunnar! Knús, Hafdís.
Hafdís (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:50
Gaman að heyra frá þér Hafdís mín. Ég er viss um að Auður vinnur annað verður bara svindl. En Hafdís hvar er frænka Svava? Ég hef ekki heyrt frá henni í háa-herrans tíð. Viltu setja mailinn hennar hérna fyrir mig. Ég er bara með adressuna frá Jamica. Láttu svo heyra í þér áfram það er svo gaman. Bið að heilsa og segðu Auði að ég viti að hún se lang-fallegust.
Svanhildur Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 12:51
afhverju Liverpool?
Þórgunnur (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 16:37
Er lífið ekki púl? Nei var bara að prófa
Svanhildur Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.