Varð ekki um sel.

Á sítrónu-markaðinum    Þegar ég frétti það, að samkvæmt nýrri lagasetningu hér þurfa götumarkaðir í Orihuela Costa að hafa  leyfi bæjaryfirvalda.  Lögreglan mætti í öllu sínu veldi á Socorri markaðinn og lokaði honum þar sem seljendur voru ekki með tilskilin leyfi. Laugardagsmarkaðurinn Playa Flamenca er okkar markaður. Þangað örkum við á hverjum laugardegi og skoðum markaðinn og mannlífið. það má segja að þessar markaðsferðir séu okkar helgarsport og SA400004eða helgardjamm. Mér létti stórum að frétta það, að okkar markaður væri einn af fáum sem hefði tilskilin leyfi. Ég var ánægð með mína menn og get horft björtum augum til helgarsportsins.

Góðar vættir blessi ykkur og verndi.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hjúkket!!!!!ég bíð nefnilega í ofvæni eftir að komast þangað með ykkur

Þórgunnur (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Ég segi nú bara það sama: Hjúkket! Því ekki veit ég hvað móðir mín myndi af sér gera ef hún gæti ekki gramsað í einvherju "drasli"! hahaha

En hvað er annars málið með Liverpool  hérna? Ég hélt ég hefði óvart slysast inn á síðuna hjá Sigurvini Jóns!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Vitið þið ekki hvað er uppáhaldsliðið hans pabba ykkar. Þá er mál til komið og þó fyrr hefði verið.

Svanhildur Árnadóttir, 6.3.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

Ég hélt að pabbi héldi bara með VAL

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:43

5 identicon

Elskuleg!

Velkomin til baka; bæði á blogg og Spán! Fór inn á bloggið þitt fyrir nokkrum dögum og hugsaðai með mér:" hvernig er þetta eiginlega, er ekkert fréttnæmt hjá "the middlefarm sisters" nema það gerist í útlöndum? og þetta átti náttúrulega við mig líka! eflaust hefur mikið á daga þína drifið síðustu mánuðina og "mætti ég fá meira að heyra"??? Sit á Kæjanum í Köben, er að safna mér saman eftir törn síðustu ára og gengur svona þokkalega við það. Er alltaf með sama meilinn: svava@nordic-lights.dk :-)

Heyrumst betur mín kæra frænka, KNUS/Svava

Svava (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:23

6 identicon

Blessuð og sæl heiðurshjón

Kvitta fyrir okkur hér í Vættó. Allir hressir í augnablikinu en nóg að gera. Ég fór á Egilsstaði á fimmtudaginn og kom heim í gær. Var þar á námskeiði og fór m.a. í Hallormsstað til að skoða húsmæðraskólann þar (hann heitir nú eitthvað annað í dag). Ekki laust við að maður finndi fyrir sögunni þarna og sá fyrir sér unga sveitastúlku sitjandi á nýjum sófa í  Höllinni (sem er anddyrið) horfandi á snarkandi eldinn í arninum og hugsa dreymin um draumahúsið sem átti að hafa arinn. Allt þarna í Höllinni er eins og það var 1930 og eitthvað þegar ungfrú Þórgunnur var þar en þá var skólinn alveg nýr. 

Erum hjónin að fara á Húsavík á árshátíð Ljósgjafans. Fór á árshátið VMA í gærkvöldi og fyrsta gellan sem mætti mér var Andrea Sif í kjólnum sínum sem er ótrúlega flottur - og stuttur....

Bestu kveðjur úr Vættó

Sirrý (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:29

7 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Mér létti stórlega að heyra frá þér mín kæra frænka. Ég var búin að lýsa eftir þér. Ég skrifa þér bráðum.

Hugsaðu þér, sveitastúlkan Þórgunnur Amalía var bara sextán ára og saknaði kærastans sárlega.  Kærastans sem hún átti ekki að fá að eiga. Hún sendi honum kveðju með kvöldstjörnunni bláu og sagði honum að hann ætti hug hennar og hjarta þó langt væri honum frá. Gaman að heyra frá ykkur í Vættó. Sirrý getur þú sent með Andreu það sem við töluðum um? Andrea kemur á föstudag. Bið að heilsa öllum

Svanhildur Árnadóttir, 8.3.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband