Benidorm Palace.

Palace    Við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum til Benidorm á mjög flott ’’show’’ á föstudagskvöldið. Við tókum rútu ásamt nokkrum íslendingum og bretum. Breskur fararstjóri var með í för. Ferðin til Benidorm tók rúma tvo klukkutíma. Við þurftum að taka smákrók í tvígang til að pikka upp fólk. Venjulega tekur slík ferð  ekki nema einn og hálfan tíma á hraðbrautinni. Áður en á áfangastað var komið hafði farastjórinn sem var elskuleg kona lagt okkur lífsreglurnar hvernig við ættum að haga okkur þegar inn í salinn væri komið. M.a. sagði hún okkur að ekki mætti taka myndir meðan á sýningu stæði. Ég gat auðvitað ekki stillt mig um að laumast til að taka nokkrar myndir þegar þeir voru komnir með heila flugvél á sviðið. Ég pukraðist við þetta og myndirnar eru eftir því. En sýningin var rosalega flott og fagmannleg. Maður hefur sjaldan eða aldrei séð annað eins. PalaceHæst báru dansatriði undir CarminaBurana.

Þegar líða tók á sýninguna fóru kvendansarar að fækka fötum, urðu þær altso berbrjósta og var ekki laust við að lifnaði yfir karlpeningnum við borðið,en það sést því miður ekki á myndunum enda skipaði ég Ninna að loka augunum á meðan þær væru svona til fara. Við konur fengum ekkert bert að sjá á karldönsurunum nema handleggi og vorum við nokkuð sárar og fýldar um stund en það má segja að trambolí-maðurinn hafi reddað því með snilli sinni.Ninni í banni

Við snæddum fjórréttaða máltíð. Fyrst grænmetissúpu, þá rækju og laxa rétt, aðalrétturinn var nautasteik og eftirréttur var tertusneið. Drykkur var innifalinn í miðaverði. Þrjár rauðvínsflöskur á sexmanna borð og ein vatnsflaska og allrasíðast var komið með kampavínflösku. Og hvað haldið þið svo að herlegheitin hafi kostað? Rúta með fararstjóra, fjórréttuð máltíð+drykkir og tveggjatíma sýning á heimsmælikvarða. 47 evrur á mann. Já ég segi ykkur satt. Það var ekki dýrt Drottins orðið í þetta sinn. Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkurHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GÓÐUR NINNI.............

Sigríður Brautarholt frú (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

Pabbi hlýðir greinilega húsfrúnni í Sunnukoti, þó ég hefði heldið að sá sem hafi lyklavöldin hafi í raun öll völd.

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 11.3.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Hahahaha góð Þórg!

Annars erum við enn að jafna okkur á því að hafa fengið skype-hringingu frá ykkur skötuhjúum um miðja nótt... það svona löngu eftir ykkar hefðbundna háttatíma!!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:02

4 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Gaman að heyra frá þér Brautarholtsfrú og ykkur náttúrlega líka stelpur, þó fyrr hefði verið.

Til hamingju elsku Þórgunnur Lilja með afmælið þ. 10.mars.

Svanhildur Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 09:57

5 identicon

Takk kærlega fyrir elskulega frænka:)

Þórgunnur Lilja (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 10:25

6 identicon

svei mér þá, hvað ég er ekki dugleg við að skoða þessa síðu þína, að minnsta kosti ekki jafn dugleg og þú ert að blogga  en gaman er að fylgjast með ykkur þarna úti, vildi óska að svava væri jafn dugleg að skrifa eins og þú  jæja, varð bara að tjá mig hérna aðeins, er í vinnuni og það er ekkert að gera  kv. sigrún

sigrún björg elladóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:03

7 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Sæl Sigrún mín og velkomin. Gaman að fá "komment" og heyra frá þér. Já Svava mætti nú alveg fara að skrifa aftur, maður veit ekkert hvað hún er að bardúsa þessa dagana. Ég bið að heilsa í bæinn og vertu dugleg að kommenta.

Svanhildur Árnadóttir, 13.3.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband