Andrea í heimsókn.

SA400002    Við fórum á flugvöllinn í gær að sækja Andreu Sif. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig. Mér varð reyndar um og ó þegar hún hringdi eftir að vélin var lent og sagði: "amma hvað á ég að gera ég kemst ekki út og það er enginn hérna nálægt mér". Við héldum ró okkar svo úr rættist og brátt birtist vinkonan glöð og sæl á svip. Hún sagði að flugferðin hefði verið góð. Spænskur flugþjónn  (rosalega sætur) dekraði við hana á leiðinni eins og prinsessu. Við fórum auðvitað með hana á laugardags-markaðinn í morgun og til Habaneras í dag. Þar voru rifjaðir upp gamlir taktar frá Canarí. Þegar Andrea sá leiktækin rifjaðist upp hve gaman var að fara í þessi tæki. Andrea og leiktækinÆtlunin er að fara á sveitamarkaðinn í fyrramáli og svo á frökenin hárgreiðslutíma á morgun. Það er alveg ljóst að í nógu verður að snúast og betra er að vera beggjamegin á flakki því strákarnir gefa henni hýrt auga ég tek ekki dýpra í árinni og þeir reyna ekki að dylja það. Einn sagði t.d. við hana á markaðinum í morgun: "How are you beauty?" Afi er á varðbergi og passar hana eins og sjáaldur augna sinna.

Andrea og afi í mat á Asia Garden Það fer ekki illa á með þeim.

Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkur og blessa.  Heart 

                              Andrea og tækið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Ég grét úr hlátri þegar ég sá myndirnar!! Litli gullmolinn þeirra ömmu og afa kominn í heimsókn og fær að prufa öll leiktækin!  hahahahaha

Mikið rosalega held ég að það verði gaman hjá ykkur um páskana og mikið hlegið!
Lovjú öllsömul

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 16.3.2008 kl. 05:09

2 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

Æi gott að sjá að þið leyfið henni að fara í tæki.......ég legg til að þið kaupið svona leikskólabönd, festið við hana og gangið svo sitthvorum megin við, það er þá hægt að leigja einhverja eða fá Bjössa og Lilju til að ganga fyrir framan hana og aftan. Annars góða skemmtun og munið að hlæja og hlæja

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 16.3.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband