18.3.2008 | 13:17
Jökull og Anna Ara
Þau eiga afmæli í dag þessar elskur. Til hamingju bæði tvö og megi dagurinn verða ykkur góður sem og allir dagar. Ég á myndir af Önnu en finn þær ekki í bili,sorry.
Það var stuð hjá okkur í gær. Við gengum eftir ströndinni nokkra kílómetra. Fórum á bryggjuna og gáfum silungunum brauð. Seinni partinn fórum við svo til Torrevieja. Þar sáum við flott sandlistaverk. Síðustu kvöldmáltíðina en það má segja að hún hafi verið hálf, þar sem listamennirnir voru bara búnir að móta Jesú og sex postula. Þeir sögðust ætla að reyna að klára listaverkið fyrir skírdag.
Ég veit ekki alveg hvort Júdas var mættur ég gleymdi að spyrja um það. Það ar allavega ekki búið að segja "gjörið þið svo vel" Það er alveg ótrúegt hvað þeir geta gert úr sandinum. Eftir rölt um strandgötuna fórum við í tívolí. Þar komu ýmsir gamlir taktar í ljós hjá sumum. Ég læt myndirnar bara lýsa.
Ég reyni að setja fleiri myndir inn í kvöld.
Allar góðar vættir verndi ykkur alla daga og nætur.
Athugasemdir
Sæl öll
Kvitta fyrir okkur. Biðjum að heilsa litla barninu sem er í heimsókn hjá ömmu og afa.
Vættógengið
Sirrý (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:29
Já til hamingju með daginn Jölli minn og Anna!
Mér líkar nú heldur betur útlitið á síðunni núna heldur en fótboltabullulúkkið sem var! (Góð Andrea
)
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 19.3.2008 kl. 03:19
voða flott lúkk á síðunni, kemur Andrea ekkert heim aftur eða?
þórgunnur (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 11:08
Ég held að þið séuð að misskilja þetta eitthvað. Gefa silungunum brauð...? Hvað varð um að kasta á helvítið..?!
Gummi Odds (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:56
Innilega til hamingju með daginn frændi :)
Hulda Signý (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 09:47
Það eiga einhverjir fleiri afmæli þessa daganna en Jökull, hjartanlega til hamingju pabbi með 65 árin. Ég sagði við Jökull í fyrradag að mér fyndist enginn munur á honum og mér, hann orðinn 22 ára og ég 42 ég hreinlega sá ekki muninn ! Hvað má þá segja um þig alltaf eins, einsog unglamb. Til hamingju og njóttu dagsins þú átt það svo sannarlega skilið. Hlakka til að sjá ykkur í júní.
Ykkar sonur Kristján V
kristjan (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.