Afmæli

Ninni    Ninni minn á afmæli í dag. Hann er 65 ára og sprækur sem lækur. Honum er nú ekkert mikið um það gefið að ég sé að skrifa um hann persónulega á þessa síðu enda hef ég ekkert verið að því. Við Andrea ætlum að baka afmælisköku í dag og bjóða honum út að borða í kvöld.

SA400007Ég hef verið svolítið hrædd um Andreu vegna spænsku strákanna. Hún fær hvílíku athyglina.  Strákarnir góna, blístra og sumir hreinlega slefa á eftir henni. Sumir dirfast að koma með athugsemdir: "how are you beauty?" "Where are you from blonde?, you are so beautyful" Sama gildir eiginlega um Ninna en það eru ekki strákar, heldur kerlingar á miðjum aldri og jafnvel yngri, sem gapa og góna á hann og blikka hann.( Hafa enn ekki þorað að koma með athugasemdir,þar sem ég set bara upp Miðkots-hrokasvip og þær hrökklast úr vegi.) Ég geri mér allavega grein fyrir að ég þarf að vera beggja megin á flakki og halda í mitt fólk.

    WhistlingBjörn og Gyða (Belgur og BiðaInLove) eiga líka afmæli í dag. Ég var svo lánsöm að vera við fæðingu tvíburanna fyrir fjórtán árum. Það var ótrúleg upplifun sem ég reyni ekki að lýsa í þetta sinn. En þau eru yndisleg bæði tvö og eiga bjarta framtíð fyrir sér. Því miður á ég ekki mynd í þessari tölvu. Til hamingju afmælisbörn og megi allar góðar vættir vernda ykkur og blessa um alla framtíðHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku afi til hafmingju með afmælið orðin 65 ára gamall og ég vona þið hafiðað gott þarna útá spáni og endilega skiljið eina kökusneið firir mig nei djók en í gær var ég og svanhildur að leita að páskaegginu og ég borðaði svog mikið að ég varað sprínga en ég skal skrifa annað koment seinna bæbæ og hafið það gott :)

vigdís (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:25

2 identicon

Til hamingju með afmælið Ninni. Þið Kristján verðið bara flottari með aldrinum.

Jökull (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

Ég held að einn mesti aðdáandinn sé fædd 1969 og er klippari, hún á aldrei orð yfir Vigfús.

Andreu treysti ég alveg til að ráða við strákana........NOT 

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 21.3.2008 kl. 16:09

4 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Til hamingju með daginn pabbi minn. Mamma hefur greinilega nóg að gera með að berja frá sér spænskar konur og unga karla þessa dagana! Hún verður bara handsterkari fyrir vikið  Leyfðu stelpunum svo að stjana aðeins við þig í dag

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 21.3.2008 kl. 16:54

5 identicon

Til hamingju med afmaelid, lagsi!

Gummi Odds (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Ninni bað mig að þakka ykkur fyrir góðar óskir og kveðjur. Hann er afar glaður með allar þessar kveðjur.

Svanhildur Árnadóttir, 21.3.2008 kl. 17:16

7 identicon

Elsku Ninni - sailor með meiru....

Til hamingju með daginn í gær.  Vonum að tertan hafi runnið ljúflega niður ásamt steikinni. Það eru vonandi engar spænskar kellur með glóðurauga (nú ef Svansa hefur þurft að berja frá sér) en passaðu vel upp á litlu stelpuna. Strákarnir þora varla miklu ef þú gefur þeim auga.

Hafið það alltaf sem allra best og allir biðja að heilsa.

Atli og co

Atli og Vættógengið (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband