Hraðbrautin

Orihuela    Við brugðum okkur bæjarleið í gær. Heimsóttum Orihuela sem er bær eða borg í 30 km fjarlægð héðan. Áður en lagt var í hann, skoðuðum við vegakortið og vorum við hjónin ekki alveg sammála um hvaða stefnu skyldi taka. Ég lúffaði mjög fljótt, enda eins gott. Ferðin til borgarinnar gekk vel. Ninni var að venju leiðsögumaðurinn og klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Borgin myndaðist á tímum rómverja sem kölluðu hana Orcelis. Íbúafjöldi er um 80.000. Margar fallegar byggingar eru að finna að ég tali ekki um fínar verslanir og falleg torg. Því miður voru allar búðir lokaðar. Við vorum svo heppin að fá bílastæði mjög fljótt eftir að í  bæinn var komið. Við gengum um miðbæinn og skoðuðum okkur aðeins um og nutum veðurblíðunnar. Þegar nokkuð var liðið á dag ókum við sem leið lá til baka undir Orihuelaöruggri stjórn leiðsögumannsins.  Nema hvað, allt í einu dettur bílstjórafíflinu í hug að taka hægribeygju. "Af hverju varstu að beygja hérna?" spyr Ninni. "Átti ég ekki að gera það? svaraði ég skömmustuleg" "Nei urrar leiðsögumaðurinn þú varst að beygja ínná hraðbrautina"  Ég sá fljótt að það var rétt. 120 km. hraðaskilti blasti við. Bílar spændu framúr okkur hver á eftir öðrum. Úr aftursætinu heyrðist sagt:" Amma, ég myndi nú aka hraðar, ef ég væri þú" "Ég kemst ekki hraðar" hvæsti ég á milli samanbitinna tanna, hundfúl yfir mistökunum. Þá kom þessi gullna setning úr aftursætinu: "Amma stenduru hann?" Ég hváði,"stendur hvað"? "stenduru hann"?  Ég þóttist nú skilja að hún væri að spyrja hvort ég stigi bensínið í botn og svaraði: "já, ég stend hann alveg eins og hægt er og kem honum ekki yfir hundraðið."  Loftið var nú orðið ansi þrungið inní bílnum og vélaraflið eins og það var.(mæli ekki með Opel Corsa)  Ég SA400073vissi uppá mig sökina og gerði heiðarlega tilraun að létta loftið SA400076aðeins og sagði með bros á vör: "Hvað með smá óvissuferð? gæti það ekki bara orðið gaman?" Engin viðbrögð og ég fann inní mér hvernig leiðsögumaðurinn tvinnaði blótsyrðin í hljóði. Hann var ekki par ánægður með þennan útúrdúr minn og greinilega ekki á þeim buxunum að fara í neina helv...óvissuferð og  benti mér á að halda mig lengst til hægri og taka fyrsta afleggjara út. Og viti menn það leið ekki á löngu þar til ég gat beygt til hægri aftur og  nú voru bjartir tímar framundan og beinn vegur heim. Nei ekki aldeilis, við renndum beint inná plan þar sem greiða þarf vegagjald. Þetta var nú ekki langur kafli sem ég fór á hraðbrautinni en við urðum að borga  vegalengdina eins og við værum að koma frá Benidorm, hjá því var ekki komist.  Þegar heim var komið voru allir búnir að jafna sig og fóru að "tensa sig" fyrir kvöldverð á Greta Garbo, sem óhægt er að mæla með. Gleðilega páska og megi allar góðar vættir vernda ykkur.Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mögnuð og upplífgandi frásögn......að vera á óþekktum stað óákveðin tíma er líka ágætt Gleðilega páska, vorum að koma heim af skíðum.

Þórgunnur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Það er aldrei of seint að gera bókasamning mamma mín.. þvílíkir frásagna hæfileikar á ferð hérna  Gleðilega páska! Við erum að leggja í hann til Chicago, látum heyra í okkur! (Spurning hver ætlar að sjá um það að skrifa allt niður sem kemur út úr minni yndislegu frænku.... það væri svo sannarlega skemmtileg lesning! hahaha)

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 23.3.2008 kl. 17:18

3 identicon

Aldrei hef ég villst í útlöndum, þekkti Belgíu orðið eins og handarbakið á mér eins og flestir geta vitnað um. Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa tilhneigingu að vilja alltaf fara til hægri !

KV

Kristjan (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:07

4 identicon

hahaha skemmtileg frásögn og það er nú gott að þið skemmtið ykkur!
gleðilega páska elsku amma min sakna þin og afa! Bið að heilsa andreu<3

loveyou:**

Svanhildur Gréta (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Takk. Yndislegt að heyra frá ykkur. Við söknum þín líka Svanhildur mín. Hlökkum til að fá þig í heimsókn í sumar. Kristján minn ertu búinn að gleyma litla strauboltanum kringum Brussel? Ég held að þú hafir nagað þig lengi í handarbökin eftir þann túr. Elska ykkur

Svanhildur Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 10:44

6 identicon

Sæl verið þið og gleðilega páska.

Nú er það komið á hreint að við Doddi og krakkarnir verðum í fjölskylduóðali Lilju og Bjössa 17. - 31. maí. Verðið þið þarna þá eða verðið þið á klakanum? Gaman væri nú að kíkja í kaffi til Svanhildar á Alicante

Allý (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:35

7 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Gaman, gaman, við verðum hér fram í júní.  Ekki verða vandræði með kaffið. Hlökkum til að sjá ykkur.

Svanhildur Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 20:04

8 identicon

elsku amma og afi og Andrea ég vona að það sé gott veður og gaman hjá ykkur en skrifa seinna bæbæ elska ykkur öll bæ

vigdís (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 17:21

9 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Það er gott veður og pínu tómlegt , Andrea fór heim í morgun. Elskum þig Vigdís okkar og gaman að lesa bloggið þitt.

Svanhildur Árnadóttir, 26.3.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband