Ferming á Spáni

Altarisganga    Við fórum til fermingarmessu í Norsku Sjómannakirkjunni í Torrevieja á sunnudaginn. Prestur var séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, en hún er sóknarprestur á Hellissandi. Hún kemur hingað nokkrum sinnum á ári og messar í Sjómannakirkjunni. Tvö íslensk ungmenni endurnýjuðu skírnaheit sín. Annað þeirra var Kristinn Ómar Brynjólfsson en við vorum boðin í veislu til hans. Athöfnin var látlaus og falleg. Prestinum talaðist vel til.  Norskur organisti spilaði sálmana. Enginn kirkjukór. Kirkjugestir sungu sálmana með sínum nefum og átakanlega mjóum rómum. Presturinn var mjög ánægður (ekki með sönginn) með kirkjusóknina. Hátt í hundrað manns mættu til messunnar. Kirkjugestir gengu flestir til altaris og þáðu brauð og vín úr hendi prestsins. Enginn var meðhjálparinn. Enginn Sigurvin og engin Þura Stína við þessa athöfn.  fermingarveisla

Eftir athöfnina  fórum við í fermingarveislu  á Filton Saloon, sem er bar í bandarískum stíl. Vinalegur og aðlaðandi staður. Veitingar voru glæsilegar og góðar. Til helminga íslenskt og spænskt. Íslensku brauðterturnar slógu í gegn hjá mörgum en spænsku beikondöðlurnar slógu allt út fannst mér,hmmm þær voru æðislegar. Það var mjög gaman að fá að kynnast þessu hér. fermingardrengurinnAuðvitað var þetta allt keimlíkt og heima, utan eitt. Þegar í veislusalinn var komið var boðið uppá vín og bjór. Ég veit ekki hvað mér finnst um það. Mér fannst það ekkert tiltökumál á meðan á veislunni stóð, enda fékk ég mitt vatn og kaffi eins og ég í mig gat látið. Ég ætla ekki að taka dýpra í með árinni en svo: að ég vona að íslendingar taki ekki uppá þeirri ósvinnu að bjóða áfenga drykki í fermingarveislum barna sinna. 

Ekkert fleira að sinni, verið öll góðum vættum falin.Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur verið boðið í nokkrar fermingarveislur þar sem boðið er upp á áfengi. Mér fannst það spes.

Allý (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Fannst þér það viðeigandi?

Svanhildur Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 09:33

3 identicon

Get ekki orða bundist Nei guð minn góður hvað er í gangi hjá söfniðinum það að bjóða upp á brensa og bjór er pínu klikk að mínu mati í fermingarveislu

En ég les ætíð bloggið hjá þér svansa mín og hef gaman af bestu kveðjur til ykkar  

Sigríður Brautarholt frú (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:10

4 identicon

presturinn gefur þeim nú fyrsta sopann........nei, mér finnst þetta ekki í lagi og í raun ekki heldur gutlið sem presturinn hellir í þau

Hugsaði karl faðir minn ekki; Hvur andskotinn er þetta eiginlega,  er maður hvergi hultur ?

Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Gaman að heyra frá þér Brautarholtsfrú mín kær. Vertu duglegri að "kommenta". Skilaðu góðum kveðjum til Bjössa.

Svanhildur Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 18:15

6 identicon

Nei mér fannst það kannski ekki beint viðeigandi, en hins vegar sá ekki á nokkrum manni þarna, þannig að ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri kannski einhver mennig sem væri mér ókunn.

Geri fastlega ráð fyrir að bjóða ekki upp á áfengi í fermingum minna barna

Allý (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:23

7 identicon

Það er alltaf sama sagan með landann, sko íslandann. Ef hann kemst yfir ódýran bjór og brensa, þá er bara að þjóra eins og hægt er hvort sem er í fermingu eða ekki.  Hér í firðinum fagra var boðið upp á áfengi í fermingaveislum hjá betri borgurunum (sjálfstæðismönnum) fyrir c.a. 30-40 árum. Þannig er það nú.

Hafið það gott í útlandinu, mér hlýnar alltaf þegar ég kíki á síðuna þína Svansa mín

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:47

8 identicon

Það kæmi nú ekki á óvart þótt boðið yrði upp á vín í fermingarveislum á Íslandi. Allavega fara mörg fermingarbörn í ljósabekki, gervineglur, lit & plokk, förðun og fleira fyrir fermingu. Svo er nú víst það nýjasta að senda boðskort þar sem gjafir að verðmæti undir 5.000 krónum eru afþakkaðar sem og gjafir frá búðum sem ekki þykja nógu fínar!

En alltaf gaman að lesa bloggið þitt Svansa :)

Kveðja,

Hulda Signý (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 02:11

9 identicon

hææ elsku amma og afi langt síðan ég hef heyrt í ykkur bara eiginlega ekkert eftir ég kom heim!! ég ætlaði bara að láta ykkur vita hvað það var æææðislegt að koma til ykkar og ég vild ég gæti komið íhverjum mánuði ef ekki oftar ég held það eigi engin jafn æðislega ömmu og afa sem nenna að gera allt þetta sem þið gerðuð með mér. Vera á þessum aldri nenna samt að fara með mér niður í torreiveija og skoða og svoleiðis á kvöldin þið eruð bara æðislegust yndislegust og bestut ég veit ekki hvar eg vææri án ykkar takk förer pent! hehe ég allavegana á ekki orð yfir það hvað mér þykir vænt um ykkur og hvað þið eruð frábær!! looove Andrea

Andrea Sif (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Frábært að heyra frá ykkur stelpur, verið duglegar að kvitta það er svo gaman.

Takk, takk æðislega Andrea mín. Okkur fannst yndislegt að hafa þig.

Svanhildur Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband