Til hamingju Dalvíkurbyggð!

    Eyþór IngiMikið vorum við hjónin stolt og glöð þegar við fréttum að Eyþór Ingi hefði sigrað keppnina hjá Bubba. Ég geri ráð fyrir að allir Dalvíkingar og Ströndungar séu að rifna úr monti þessa dagana. Við viljum óska Eyþóri og fjölskyldu hans til hamingju og megi framtíðin brosa við ykkur. Drengurinn er ekki bara hæfileikaríkur og fallegur,heldur er hann gull af manni og hvers manns hugljúfi.     Til hamingju Dalvíkurbyggð.image

 

    Þá er bara að bíða og sjá hvernig Friðrik Ómar okkar og félagar pluma sig í Serbíu. Við vitum að þar eru á ferð hæfileikaríkir og flottir listamenn. Ég veit að Friðrik Ómar hefur verið að rækta sál og líkama undanfarnar vikur og er vel á sig kominn í alla staði. Koma svo.....Dalvíkurbyggð má vera stolt af sínum mönnum.

Ég bið allar góðar vættir að  vernda ykkur  alla daga  og næturHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, frábært.Það hefur komið ótrúlega mikið af hæfileikafólki frá Dalvik síðustu ár. Það má bæta þeim í þennan hóp Jónba og Matta.

Þórgunnur (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 11:24

2 identicon

Hæhæ áfram Eyþór Ingi og Friðrik ég mun sko halda með friðriki og þegar ég horfði á bandið hans bubba þá sagði ég í síðasta þætti :ég þarf ekki einu sinni að horfa á þetta ég veit að eyþór ingi vinnur þetta en samt var hinn gaurin alveglíka góður en eyþór betri samt og ég veit að friðrik og Rekína ósk munu komast mjög langt og kanski vinna það verður frábært en ef þæ vinna þá er eiinlega ekki neinn stór salur til að halda juróvísijónið nema kanski skautahöllini en það er alveg á mörkunum en hvað er ég að bulla ég á ekki að vera að pæla í en hverjum sal forsetin má frekar fá það verk í staðin fyrir mig en ég skrifa seinna bæbæ.

vigdís (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér mamma!

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:04

4 identicon

Já og ekki má gleyma að það vann Svarfdælsk stúlka Ungfrú Norðurland um helgina:)

Þórgunnur Lilja (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 10:42

5 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Alveg sammála Vigdís mín, forsetinn getur sko pælt í hvaða salur verður notaður fyrir keppnina á næsta ári.

Svarfdælingar hafa ástæðu til að fagna vegna Sonju. Voru svo ekki Dalvíkingar í næstu sætum?

Svanhildur Árnadóttir, 21.4.2008 kl. 13:07

6 identicon

Veistu Svansa, ég held þetta séu allt saman Kussungar, það bara hlýtur eiginlega að vera :)

Hulda Signý (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 14:33

7 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Gott ef ekki er Hulda Signý

Svanhildur Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 18:13

8 identicon

jesss, bara 45 dagar þangað til ég fer til mömmu og pabba, ætli ég fái að sofa á milli?

Þórgunnur (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband