19.5.2008 | 21:10
Þrumur og eldingar.
Þá er "kussungur" og spúsa hans farin til Íslands. Það verð ég að viðurkenna að ég sakna bróður og vinu hans. Það var mikið fjör og mikið gaman að hafa þau, en ekki dugar að gráta Björn bónda heldur safna liði. Maður kemur í manns stað stendur einhversstaðar.
(Og alltaf má fá annað skip og annað föruneyti). En fleiri grétu en við. Himnarnir grétu eftir að þau yfirgáfu landið. Þrumur og eldingar drundu hér yfir með hvílíkum hávaða og látum og steypiregn helltist yfir þannig að maður varð harla smár og allur máttur úr manni dreginn. Hvílíkur kraftur og hvílíkur hávaði. Minna mátti það alveg vera, en fjarska gott að fá regnvatnið á þessar slóðir.
Og viti menn eftir að birti upp, birtust hér á hlaðinu doctor Þóroddur, (kussungur)kandídat Aðalheiður,(má ekki titla sig doktor fyrr en að ári) litla stýrið hún Ester Helga skapmikil og skemmtileg táta,(kussungur)síðastur og ekki sístur Ingvar prófessor með meiru(kussungur) Fjölskyldan ætlar að búa í íbúð þeirra Bjössa og Lilju næstu tvær vikur. Munum við eitthvað fá að njóta samvista við þau þessa daga. Þá er það bara spurningin hver "tanast" mest næstu daga?
Auðvitað var farið á ströndina í morgun og skemmtu krakkarnir sér hið besta í sjó og sandi. Voru hvergi smeyk, enda vel varin í bak og fyrir. Allý prófaði nuddið og líkaði vel. Tanið mökkaðist á Dodda, hann virðist ætla að verða sigurstranglegur.
Verið öll góðum vættum falin.
Athugasemdir
Kveðja úr sexunni í níutíu og tvö
Allý (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:54
Ég leyfi mér að veðja á köss með tannið.... Ég trúi henni jafnframt til að fá á sig lit, bara með því að hugsa nógu mikið um það ;-)
Annars vona ég að þið hafið það öllsömul alveg svakalega gott. Okkur líður vel í nokkrum gráðum hér í sveitinni
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 21.5.2008 kl. 12:45
Ég held nú að Arnar hafi þetta, hann er að vinna úti á Dalvík í þvílíku blíðunni..........annars held ég með Dodda
þórgunnur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.