Enn af þrumum og eldingum.

AtliFyrir fjöritíu árum  drundu þrumur og eldingar í Svarfaðardal og nágrenni. Jörð skókst og titraði. Undur og stórmerki fylgdu í kjölfarið. Lítill drengur fæddist, bjartur og fagur. Var gefið nafnið Atli Örn. Til hamingju elsku Atli með afmælið. Ekki þarf að tíunda þetta með "allt er fertugum fært" þar sem þér hafa alla tíð verið allir vegir færir. Afmæliskveðjur frá okkur og Helga systir biður að heilsa.

 

Friðrik Þá verður fjallað um Evróvisjón. Dalvískur kappinn, Friðrik Ómar Hjörleifsson ætlar sér mikinn á serbneska sviðinu í kvöld. Við vissum þetta alveg þegar hann sat við píanóið heima í Öldugötunni að hann ætti eftir að koma fram fyrir millljónir manna. Þetta er hans kvöld í kvöld og hann á eflaust eftir að njóta þess. Malt og appelsín verður á boðstólum á Zenia Golf í kvöld. Baráttukveðjur. 

Allar góðar vættir veri með ykkur í kvöld og um framtíð allaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

Það var virkilega gaman í afmælinu hans Atla... ekki var leiðinlegt að sjá svipinn á kappanum þegar við fórum öll út á plan og sungum fyrir hann, en hann hafði víst bara átt von á nokkrum hræðum í Evróvisjónpartý! Já.. það komast fáir með tærnar þar sem Atli frændi er með hælana

Friðrik og Regína voru frábær! Svakaleg útgeislun í gangi og greinilegt að þau skemmtu sér konunglega. Ég held bara að þetta hafi verið besta frammistaða Íslendinga í keppninni  Því voru vonbrigði að við fórum ekki ofar.. en ekki er hægt að sakast við þau vegna þess... þetta er allt saman pólitík mamma mín

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Sammála, innilega sammála, lífið er pólitík eins og hvað annað.

Svanhildur Árnadóttir, 26.5.2008 kl. 13:55

3 identicon

Er ég nokkuð sammála ykkur mæðgum núna, aldrei þessu vant. Mér fannst Atli eiga það skilið að fá Júróvisijonsigur í afmælisgjöf og enginn annar

Þórgunnur (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:27

4 identicon

sæl elsku svansa frænka.

Takk kærlega fyrir sendinguna frá ykkur Ninna.  Ykkar var saknað í veislunni. Það hefur örugglega verið betra veður hja þér, hér var snjókoma og allt varð hvítt. hehehe.   Þetta var mjög fín veisla og gaman að sjá fólkið sitt.   Mamma sýndi mér bloggið þit um  spanska fermingu og það er allveg á hreinu að ekki myndi ég vilja vín í mína fermingaveislu,  það fínnst mér ekki passa.  Ég fékk fallegar gjafir og pening líka sem ég setti í sparisjóðinn.  Maður verður líka að reyna að safna smá pening, ég er samt búin að kaupa mér nýjar buxur og hettupeysu. Ég er að fara að vinna hjá Bjögga Hjöra í sumar og hlakka bara til.  En veistu Jói er farin suður að vinna hjá leigumarkaði Byko og verður þar í allt sunar.  Er ekki orðið vel heitt hjá ykkur??  Í dag var yfir 20 stig og skólinn er en, ég vildi að hann væri búin en skólaslitin eru á föstudaginn.   Ég bið að heilsa Ninna og þér og takk aftur.  Mamma biður að heilsa.  Kram Sigfús Páll Leifsson

Sigfús nýfermdur (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Takk fyrir að skrifa elsku Sigfús. Bið að heilsa öllum.

Svanhildur Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 08:49

6 identicon

11 dagar.............11 dagar...............11 dagar.......................

Þórgunnur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband