1.6.2008 | 10:19
Verslunarferðir og tan-keppni
Í ýmsu hefur verið að snúast síðustu daga. Helga kom hér og var í viku. Hún var að versla inn í íbúðina sem hún og Jói keyptu ásamt Magga vini þeirra. Við hjónin aðstoðuðum hana eftir bestu getu við innkaupin og flutningana. Ég var einkabílstjóri og sérlegur ráðgjafi. Ninni var leiðangurs-og hleðslustjóri. Við lóðsuðum Helgu í helstu verslanir og hún var ekki með neitt fum né fát var fljót að ákveða sig og gekk verslunin bæði fljótt og vel fyrir sig. Við tróðum í bílinn eins og gengið gat og stundum var ansi plásslítið svo varla var hægt að koma Helgu fyrir í bílnum. Það bjargaðist þar sem hún er ekki plássfrek.
Íbúðin er orðin vel og fallega útbúin og óskum við eignarhaldsfélaginu HMJ til hamingju með íbúðina og þökkum fyrir góðan mat á Puccini.
Þá eru Allý,
Doddi og börn farin heim á klakann. Tan-keppnin var ekkert voða spennandi.Fljótlega kom í ljós að Allý myndi rúlla þessari keppni upp. Börnin fylgdu fast á hæla hennar. Doddi varð þó nokkuð freknóttur og það finnst mér alltaf svo vinalegt og sætt. Niðurstaða er að allir hafi sigrað. Á meðan Helga var hér ætlaði hún að fá að vera þátttakandi í keppninni. Við nána skoðun kom í ljós að hún hafði verið í tan-sprautumeðferð á Dalvík og var snarlega dæmd frá keppni. Ég bið alla góða vætti að vernda ykkur
Athugasemdir
Við erum komin heim, heilu á höldnu og erum búin að sofa í meira og minna í allan dag.
Mér fannst vanta í svindlsöguna af Helgu: "Það er meiri óheiðarleikinn alltaf hreint!"
Allý (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 18:48
http://hringidan.is/Forsida/Thjonusta/Ljosbraut/
Komiði sæl og blessuð
Af því að við vorum að ræða um útvarpið á netinu um daginn þá vildi ég benda ykkur á þessa netsíðu.
Vinstra megin á þessari netsíðu (linkurinn er hér efst) eru allar íslensku útvarpsstöðvarnar í "STRAUMAR" og þar með opnast svona sér lítið forrit eins og af bylgjan.is sem er svo þægilegt og sér í lagi þegar verið er að vinna í öðrum forritum. Það er bara að ýta á play.
Kv Doddi
Doddi (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:22
Sæli nú!!!
Ótrúlegt virðist ég nú hafa plássið eftir myndinni að dæma. Það var alls ekki svona rúmt á mér eins og myndin gefur til kynna.En það er stundum gott að vera lítill og rýr. Hvaða blammeringar eru þetta með TANIÐ? Ég svindlaði ekki, var búin að þvætta og skrúbba af mér allt sem hét brúnka. En leyfum þeim, hahaha óheiðarleiki hvað! Enn og aftur ástarþakkir fyrir alla hjálpina, mat og húsaskjól. Já það má ekki mikið vera ef þið hjónin eigið ekki eitthvað inni hjá eignarhaldsfélaginu HMJ. Sólarkveðjur frá Dalvík
Helga (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:21
Gvöð! Ég er að verða eins og unglingarnir. Auðvitað á ekki að vera ,,ekki" í máltækinu. Gleymdi líka að segja ykkur að litli drengurinn hans Olla N var skírður í dag og fékk nafnið Eysteinn Kári. Blessun í bæinn.
Helga (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:00
Fær maður verðlaun fyrir að veðja á réttan hest?
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 3.6.2008 kl. 12:58
ég geri mér fulla grein fyrir að ég er ekki samkeppnishæf nema þá ef velja á FALLEGUSTU húðina
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.