9.6.2008 | 11:45
Kussungur og Kálfur.
Þeir komu hér skemmti- og gleðipinnarnir Sveinn Kálfur og Elvar Kussungur Reykjalín. Það verður að segjast eins og er að þeir voru ekkert rosalega leiðinlegir. Þeir voru eiginlega jafnskemmtilegir þessa fáu daga sem þeir stoppuðu við hjá okkur, en þeir voru vægast sagt lúðalegir til fara við komuna, svo eg tók til minna ráða og fór með þá á markaðinn og dressaði þá upp. Það var engin smá-andlitslyfting sem þeir fengu. Þeir urðu eins og sannir heimsmenn og var ekki að spyrja,
þeir slógu í gegn hvar sem þeir komu í nýja "uniforminu"
Við vorum svo heppin að vera boðin ásamt þeim félugum í grillveislu í de Lomas. Þar var staddur ásamt fleiru góðu fólki enginn annar en handbolta-leikarinn og kappinn Valdimar Grímsson. Þið munið það kannski ekki en hann kom við sögu hjá mér í bloggi um vínekruferðina sl. haust.
Þetta var skemmtilegt kvöld sem við áttum með góðu fólki í Lomas og ekki má gleyma matnum sem var hreint frábær.(Valdimar grillaði)
Nú eru þeir félagar farnir á braut. "Lífið er ekki bara leikur" sögðu þeir, "við verðum að hugsa um viðskiptin". Þeir fóru héðan til Madridar og áfram til Sebastían, þaðan til Amsterdam og heim. Um leið og þeir hugðust yfirgefa svæðið fór að rigna. Varð þá þessi vísa til:
Himnarnir grétu, er við hurfum á braut,
hamingjan öll virðist flúin.
Heimafólk engdist í ákafri þraut,
andskoti er veröldin snúin.
Allar góðar vættir veri með ykkur hvar sem þið eruð stödd.
Athugasemdir
Eru þeir nokkuð vígalegir með skipperhúfurnar og í eldrauðum kvartbuxum.... hafa eflaust heillað þær spænsku uppúr skónum
Ég hefði nú verið til í að vera "fluga á vegg" þegar félagi þinn hann Valdimar Gríms fékk að heyra söguna....
Bið að heilsa systur þegar hún kemur í foreldrahús í kvöld
Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 9.6.2008 kl. 12:15
Sæl verið þið. Ég bara hreinlega verð að þakka fyrir mjög fagra steina er nú prýða steinabeð hér á Hellunni en elsti drengurinn minn og afi hans voru í hjólreiðatúr niður við sjó og sáu þá þessa kunnuglegu steina sem þar lúrðu í steinum og sjó. Takk fyrir okkur.....
kv Eyrún og Hellustrákarnir
Eyrún gamli granni (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 14:07
Gaman að einhverjir geta notið þeirra. Ekki verra að það skuli vera gamlir nágrannar. Kveðjur á Hellu og í Öldugötuna.
Svanhildur Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 14:45
Veit ekki hvaða skal segja, er á staðnum þ.e. hjá mömmu og pabba
Svanhildur Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 15:12
Fer engum sögum af tani Þórgunnar Viff???
Allý (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:19
Veit ei hvað skal segja Allý, freknum fjölgar og roði eykst
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 14.6.2008 kl. 07:41
Elsku Svansa mín. Hjartanlega til hamingju með 60 árin þín, megi guð og gæfan fylgja þér og þínum alla tíð. Ég er búin að hafa ómælda ánægju af að skoða myndirnar ykkar og lesa um ykkur. Það er og verður alltaf fjör þar sem þú ert annars vegar. Hjartans kveðjur og afmælisóskir til ykkar allra, þín Sissa
Kristin Gunnarsdottir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 14:21
Yndislegt að heyra frá þér Sissa.
Svanhildur Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.