Vinur Davíðs.

Vinur DavíðsVinur Davíðs er komin í heimsókn til mömmu og pabba. Hún mætti hér galvösk og hress að vanda. Fljótlega rann þó á hana einhverskonar óráð sem við höldum að hafi orsakast af völdum hitans. Það er löngu sannað að rauðhærðir og freknóttir þola  hitann verr en gráhærðir og hrukkóttir og þurfa þeir því að fara fjarska,fjarska varlega í sólinni. Óráðið hjá stelpunni lýsti sér þannig að þegar við vorum á ferð okkar í gær til Torreveja þurftum við að leggja bílnum í undirgöng sem henni fannst vera eins og úr verstu glæpamynd. Fór hún að rugla um það hvað ég væri fær og flynkur bílstjóri og ef að hún þyrfti að keyra í svipuðum aðstæðum myndi hún bara grenja og ekkert vita í sinn haus. Hún uppástóð það líka einn Þórgunnurdaginn að við hefðum keyrt framhjá kirkjugarði sem hún vildi endilega fá að skoða, það væri svo skemmtilegt að skoða slíka garða.(hvílíkur húmor) Það veit sá sem allt veit að við höfum engan kirkjugarð séð hér í nágrenninu. Við vissum í fyrstu ekki hvernig ætti að bregðast við en tókum bara á það ráð að leyfa henni að fara í leik-tæki í Habaneras og viti menn það bráði smá saman af henni þetta óráð og hún tók kæti sína á ný og er nú alveg orðin eðlileg sem lýsir sér þannig að hún vill bara vera í búðum og versla eitthvað fallegt.

Hún trúði mér fyrir því að hún ætlaði sér að slá allavega Dodda út í mæðgurtaninu. Freknum hefur fjölgað til muna hjá henni og rauðir blettir eru hér og þar um líkamann. Fótleggir eru enn fölir en bringan er orðin eldrauð eins og ný-útsprungin jólarós. Set inn fleiri myndir.

Megi allar góðar vættir lýsa vegi ykkar.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórgunnur R Vigfúsdóttir

Hér er náttúrulega algjörlega yndislegt að koma og heimili mömmu og pabba tekur á móti manni opnum örmum. Kussungsstaðaþráin er nú ekki alveg búin að gefa sig varðandi krikjugarðinn.

Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:47

2 identicon

Þórgunnur ég veit alveg um hvaða kirkjugarð þú ert að tala! Á vinstri hönd, hálfa leiðina í Habarneras. Öll leiðin yfirbyggð einhverjum grafhýsum. Ekki gefa þig með þetta! Og taktu myndir!

Allý (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir

O hvað ég veit að er gaman hjá ykkur  Get nú ekki sagt annað en maður sé farinn að hlakka til að fá ykkur loksins "heim"...

E.S. Ég náði nú alveg að roðna á bringu í Eyjafjarðasveitinni fögru í dag.... liggaliggalálá

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, 14.6.2008 kl. 00:41

4 identicon

Sælinú mákona og foreldrar.

Mikið vilidi ég vera með ykkur og kaupa föt til að máta í Habaneras. Ég segi nú eins og fleiri.. hvaða kirkjugarður? Sá engan þegar ég var á þessum slóðum, en kannske ekki að marka þar sem ég er enn að sjá nýja bæi á leið minni til Akureyrar og Konni minn segir að séu búnir að standa á sínum stað áratugum saman. Verð að spyrja hvaðan Þórgunnur fær þennan marmarahvíta húðlit, þegar ég skoða myndirnar af ykkur.. Eiihvað dularfullt. Hafið það frábært áfram og góða heimferð.. Sigga

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:53

5 identicon

ÁFRAM Þórgunnur- trappa niður sólvörnina hægt og örugglega en samt þannig að ekki komi fram fráhvarfseinkenni eins og á lærunum hjá mér.

Red Tan

Doddi (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Svanhildur Árnadóttir

Það verður að viðurkennast að kirkjugarðurinn er til staðar og er á vinstri hönd og ég veit ekki hvað. Ekkert dularfullt við húðlit Þórgunnar en hún mun tæplega vinna tankeppni frekar en Doddi stuðningsmaður hennar.

Svanhildur Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband