1.9.2008 | 14:43
Jakob og skólinn
Jakob Máni hóf sína skólagöngu þ.21. ágúst.sl. Eftirvænting og spenna virtist ekki vera að hrjá hann. Hann hélt ró sinni, en mamman var spenntari eftir að fá að vita hvernig sonurinn myndi pluma sig. Skóladagurinn rann upp bjartur og fagur (eins og flestir dagar hér um slóðir) Skólinn heitir Lee Expressive Arts Elementary School og er í 10 mínútna keyrslu héðan. Foreldrar báðir fóru með unga námsmanninn fyrsta daginn. Það var sitt lítið af hverju sem kappinn þurfti að mæta með í skólatösku sinni.
Hér kemur listi: 2 heavy plastyc folders with prongs and pocket, washable marker,colored pencil 24, 9-12 Large glue sticks.
1 bottle elmers Scool glue.1 box of crayons, 1 box of gallon or quart sixe freezer bags 2 boxes facial tissues. 1 box baby wipes and 1 box clorox wipes.1 bottle hand sanitizer. skólataska
nestisbox, hvíldardýna og hvítur bolur sem merkja á með logo skólans. Kostnaður við kaupin var ekki hár. Skólataskan t.d. kostaði 15 dollara. Eigum við að ræða þetta eitthvað? Nei ég hélt ekki. Það var keikur kappi sem lagði upp í langferð þennan dag , upphaf skólagöngu sinnar. Hann hefur unað sér vel það sem af er og er þegar búin að eignast leikfélaga . Oh my god, þetta er rétt að byrja. Framundan er áratuga skólaganga. Tíu ár í grunnskóla, fjögur ár í framhaldsskóla og þrjú ár plús í fagskóla eða háskóla. Áratuga-langferð!
Jakobi gengur vel með enskuna og leiðréttir ömmu sína með framburðinn. Honum finnst hún vera of harðmælt (hún segir errið eins og Palli frændi í Miðkoti). Oddur Atli er ekki farinn að tala en hann hjalar og brosir mót lífinu.
Hrafnhildur mín er ekki orðin frísk. Hún er enn komin á pensilín vegna sýkingar í eyra. Vonandi er fer þetta að ganga yfir.
Gummi og Ninni eru sprækir sem lækir.
Megi allar góðar vættir vernda ykkur
Athugasemdir
Sælt veri fólkið.
Gaman að heyra frá ykkur. Greinilega langur listi til að kaupa fyrir barn sem byrjar í skóla hvort sem það er í Ameríkunni eða Akureyri. Kostnaðurinn...ja, ætli hann sé ekki eitthvað minni ykkar megin.
Annars bara allt gott héðan. Sé að Oddur Atli brosir fallega framan í heiminn.
bestu kveðjur til ykkar allra
Sirrý og co
Vættógengið (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:45
Skemmtilegur pistill hjá þér(eins og allir hinir) Þetta voru aldeilis innkaup, skólastrákurinn á mikið eftir að líma og lita í vetur.
Við vonum að Hrafnhildi fari að batna.
Bestur kveðjur til allra úr Eyjafjarðarsveit
Ásdís og Oddur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:29
Þeir klikka ekki lækirnir, frekar en fyrri daginn. Yndislegt hvað það gengur vel hjá Jakobi og ég sé að Oddur Atli er ekkert að "hungrast"
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 3.9.2008 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.