Jökull og Anna Ara

Þórdís og JökullÞau eiga afmæli í dag þessar elskur. Til hamingju bæði tvö og megi dagurinn verða ykkur góður sem og allir dagar. Ég á myndir af Önnu en finn þær ekki  í bili,sorry.

Á ströndinni Það var stuð hjá okkur í gær. Við gengum eftir ströndinni nokkra kílómetra. Fórum á bryggjuna og gáfum silungunum brauð. Seinni partinn fórum við svo til Torrevieja. Þar sáum við flott sandlistaverk. Síðustu kvöldmáltíðina en það má segja að hún hafi verið hálf, þar sem listamennirnir voru bara búnir að móta Jesú og sex postula. Þeir sögðust ætla að reyna að klára listaverkið fyrir skírdag.hálfnað verk Ég veit ekki alveg hvort Júdas var mættur ég gleymdi að spyrja um það.  Það ar allavega ekki búið að segja "gjörið þið svo vel"  Það er alveg ótrúegt hvað þeir geta gert úr sandinum.  Eftir rölt um strandgötuna fórum við í tívolí. Þar komu ýmsir gamlir taktar í ljós hjá sumum. Ég læt myndirnar bara lýsa.

Ég reyni að setja fleiri myndir inn í kvöld.

Allar góðar vættir verndi ykkur alla daga og nætur.Heart

 

 

 

nautareið

í boltanum

 

 

 

 

 

 

 


Andrea í heimsókn.

SA400002    Við fórum á flugvöllinn í gær að sækja Andreu Sif. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig. Mér varð reyndar um og ó þegar hún hringdi eftir að vélin var lent og sagði: "amma hvað á ég að gera ég kemst ekki út og það er enginn hérna nálægt mér". Við héldum ró okkar svo úr rættist og brátt birtist vinkonan glöð og sæl á svip. Hún sagði að flugferðin hefði verið góð. Spænskur flugþjónn  (rosalega sætur) dekraði við hana á leiðinni eins og prinsessu. Við fórum auðvitað með hana á laugardags-markaðinn í morgun og til Habaneras í dag. Þar voru rifjaðir upp gamlir taktar frá Canarí. Þegar Andrea sá leiktækin rifjaðist upp hve gaman var að fara í þessi tæki. Andrea og leiktækinÆtlunin er að fara á sveitamarkaðinn í fyrramáli og svo á frökenin hárgreiðslutíma á morgun. Það er alveg ljóst að í nógu verður að snúast og betra er að vera beggjamegin á flakki því strákarnir gefa henni hýrt auga ég tek ekki dýpra í árinni og þeir reyna ekki að dylja það. Einn sagði t.d. við hana á markaðinum í morgun: "How are you beauty?" Afi er á varðbergi og passar hana eins og sjáaldur augna sinna.

Andrea og afi í mat á Asia Garden Það fer ekki illa á með þeim.

Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkur og blessa.  Heart 

                              Andrea og tækið


Benidorm Palace.

Palace    Við brugðum undir okkur betri fætinum og fórum til Benidorm á mjög flott ’’show’’ á föstudagskvöldið. Við tókum rútu ásamt nokkrum íslendingum og bretum. Breskur fararstjóri var með í för. Ferðin til Benidorm tók rúma tvo klukkutíma. Við þurftum að taka smákrók í tvígang til að pikka upp fólk. Venjulega tekur slík ferð  ekki nema einn og hálfan tíma á hraðbrautinni. Áður en á áfangastað var komið hafði farastjórinn sem var elskuleg kona lagt okkur lífsreglurnar hvernig við ættum að haga okkur þegar inn í salinn væri komið. M.a. sagði hún okkur að ekki mætti taka myndir meðan á sýningu stæði. Ég gat auðvitað ekki stillt mig um að laumast til að taka nokkrar myndir þegar þeir voru komnir með heila flugvél á sviðið. Ég pukraðist við þetta og myndirnar eru eftir því. En sýningin var rosalega flott og fagmannleg. Maður hefur sjaldan eða aldrei séð annað eins. PalaceHæst báru dansatriði undir CarminaBurana.

Þegar líða tók á sýninguna fóru kvendansarar að fækka fötum, urðu þær altso berbrjósta og var ekki laust við að lifnaði yfir karlpeningnum við borðið,en það sést því miður ekki á myndunum enda skipaði ég Ninna að loka augunum á meðan þær væru svona til fara. Við konur fengum ekkert bert að sjá á karldönsurunum nema handleggi og vorum við nokkuð sárar og fýldar um stund en það má segja að trambolí-maðurinn hafi reddað því með snilli sinni.Ninni í banni

Við snæddum fjórréttaða máltíð. Fyrst grænmetissúpu, þá rækju og laxa rétt, aðalrétturinn var nautasteik og eftirréttur var tertusneið. Drykkur var innifalinn í miðaverði. Þrjár rauðvínsflöskur á sexmanna borð og ein vatnsflaska og allrasíðast var komið með kampavínflösku. Og hvað haldið þið svo að herlegheitin hafi kostað? Rúta með fararstjóra, fjórréttuð máltíð+drykkir og tveggjatíma sýning á heimsmælikvarða. 47 evrur á mann. Já ég segi ykkur satt. Það var ekki dýrt Drottins orðið í þetta sinn. Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkurHeart


Varð ekki um sel.

Á sítrónu-markaðinum    Þegar ég frétti það, að samkvæmt nýrri lagasetningu hér þurfa götumarkaðir í Orihuela Costa að hafa  leyfi bæjaryfirvalda.  Lögreglan mætti í öllu sínu veldi á Socorri markaðinn og lokaði honum þar sem seljendur voru ekki með tilskilin leyfi. Laugardagsmarkaðurinn Playa Flamenca er okkar markaður. Þangað örkum við á hverjum laugardegi og skoðum markaðinn og mannlífið. það má segja að þessar markaðsferðir séu okkar helgarsport og SA400004eða helgardjamm. Mér létti stórum að frétta það, að okkar markaður væri einn af fáum sem hefði tilskilin leyfi. Ég var ánægð með mína menn og get horft björtum augum til helgarsportsins.

Góðar vættir blessi ykkur og verndi.Heart


4. mars.2008.

Hrafnhildur og Jakob.    Þegar ég vaknaði í morgun, var ég með einhverja verki hér og þar og alls-staðar. Ég kvartaði við Ninna (eins og það hafi eitthvað uppá sig) hann sagði rétt si svona:„ertu ekki bara með hríðir elskan, það er fæðingardagur Hrafnhildar í dag„ Auðvitað voru þetta hríðir. Þrjátíu og tvö ár síðan örverpið leit dagsins ljós, engin furða þó ég vaknaði með verki. Það er ansi sárt að þurfa að takast á við þennan aldur. Yngsta barnið komið á fertugs aldur. Maður neyðist til að leiða hugann að því hvað maður er orðin andsk....gamall. Vitaskuld fær maður hríðir. Aldurs-hríðir. Þær eru ef til vill ekki viðurkenndar af læknavísindum ennþá, en bíðið bara það á eftir að sannast að ég hef rétt fyrir mér. Konur fá þessar hríðir. Hjá körlum er þessu öðruvísi farið. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að sinni.

Til hamingju elsku Krumma okkar.Allar góðar vættir lýsi veginn þinn.Gummi,Hrafnh Hrafnildur og Íris


Lykla-Pétur.

 Verkaskipting hér í kotinu heLykla-Péturfur smátt og smátt verið að þróast. Í ýmsu er að snúast og margt að gera þó kotið sé lítið og kaupið lágt. Ninni sér t.d. alfarið um kyndinguna, sem er annað hvort rafmagns- eða gasknúin. Þá hafa mál þróast þannig að hann hefur sjálfskipað sig sem lyklavörð. Allir lyklar eru í hans umsjón og ber hann alfarið ábyrgð á þeim. Sama hvort um er að ræða húslykla, bíllykla eða bara lykla. Hann gengur ansi langt í þessari vörslu lyklanna. Þegar ég er bílstjórinn og við komin á áfangastað á hann það til að vera á undan mér að slökkva á bílnum og vitaskuld tekur hann lyklanna og fær mér þá ekki fyrr en við leggjum í hann aftur. Hann segir sjálfur að hann viti ekki hvaða helvítis árátta þetta sé. Mér finnst þetta bara þægilegt að vita lyklana í öruggum höndum ekki síst hér þar sem allt þarf að vera lokað og læst,  svo þjófar og ribbaldar hafi ekki greiðan aðgang að manni. Þeir finnast hér eins og á Íslandi.

    Við sátum einn daginn í góðu yfirlæti hér út á verönd og nutum drykkja og meðlætis. Hjá okkur voru stödd Helga, Jói, Maggi, Bjössi og Lilja. Eitthvað var minn maður að brasa við gasið vegna arins í stofu, hann vildi kveikja í arninum svo yrði vel hlýtt og notalegt þegar við kæmum inn. Eftir að hafa spáð og spegúlerað með körlunum um gaskútinn logaði glatt í arninum og varð Ninni fjarska glaður og kom með bros á vör útá veröndina,en brosið breyttist fljótt í grettu: „ hvert þó í heitasta hel....hvern andskotann gerði ég?„ segir hann um leið og hann horfði inn um gluggann á arineldinn skíðloga. Hann lokaði sem sagt útidyrunum og lyklarnir voru inni.

    Þessi hurð læsist þegar hún fellur að stöfum.  Það er erfiðar fyrir okkur, lyklalaus, að komast inn um þessa læstu hurð, en var fyrir kerlinguna að koma Jóni sínum í gegn um Gullna-hliðið hjá Lykla-Pétri forðum.Nú reið á að vera snöggur að hugsa. Maggi vildi rétta fram hjálparhönd og var alveg viss um að með smámöndli kæmist hann inn með vísakortinu sínu. Ninni kærði sig ekkert um slíkt möndl en fékk síma lánaðan hjá Helgu, hringdi í vinkonu sína Gróu (ekki á Leiti) en hún og maður hennar voru til lánsins með aukalykil að kotinu okkar. Gróa sem stödd var í verslunarleiðangri brá skjótt við og kom eins og frelsandi engill og lauk dyrunum upp fyrir okkur. Það er annað en gaman að lokast svona úti. Við hefðum getað verið í djúpum skít, en Gróa sá um að svo var ekki. Næsta dag brá  Ninni undir sig betri fætinum og fór í járnvöruverslun hér rétt hjá. Hann lét smíða nokkur sett af lyklum. Síðustu daga hef ég séð hann grafa þessa lykla hér og þar um garðinn. Ekki veit ég hvar þetta endar, en eitt er víst að Lykla-Pétur er búinn að fyrirbyggja slíka uppákomu aftur.GetLost

Verið öll góðum vættum falin.Heart

 

 

 

 

 

 

 


Komin aftur í Sunnukot.

FjölskyldanMikið  og margt hefur á daga okkar hjóna drifið frá því ég skráði hér síðast. Ég ætla aðeins að stikla á stóru. Við héldum jólin ekki í Öldugötunni eins og ég hafði ætlað, heldur losuðum við húsið, þrifum og skiluðum af okkur. Keyptum íbúð á Akureyri og hreiðruðum um okkur þar. Nutum jólahátíðarinnar og áramótanna í faðmi fjölskyldunnar. Heill og hamingja fjölskyldunnar er það mikilvægasta í lífinu. Allir voru hressir og glaðir og von er á nýjum einstakling í fjölskylduna. Hrafnhildur og Gummi eiga von á litlum dreng í byrjun júlí. Kristján og fjölskylda voru að ættleiða lítinn dreng í Afríku. Litli drengurinn sem þau ættleiddu í fyrra dó. Hann var svo illa vannærður þegar hann loksins komst í góðar hendur að ekki var hægt að bjarga honum. Það er sárt til þess að vita hve margar milljónir barna í heiminum eiga um sárt að binda og eiga sér enga von. Þá er líka gott til þess að vita að til er fólk sem er tilbúið að hjálpa einhverjum af þessum litlu börnum svo þau geti átt von um betra líf í framtíðinni. Vonandi fjölgar líka hjá Þórgunni og fjölskyldu á þessu ári, en þau bíða eftir barni til ættleiðingar frá Kólumbíu.

Spánverjar Við erum sem sagt komin í Sunnukotið á Spáni. Lentum hér þ. 20. feb. Með okkur í för voru þau Helga,Jói og Maggi félagi þeirra. Þau komu til að skoða fasteignir og trúlega ætla þau að fjárfesta í íbúð hér á Cabo Roig. Myndin til hliðar var tekin á laugardagsmarkaðinum þar sem Helga keypti sér rúmteppi á 45 evrur. Gerði alveg rífandi kaup. Ég keypti mér alveg eins teppi sl. haust á 60 evrur. Þetta kallast nú bara verðhrun. Sama virðist vera að gerast á fasteignamarkaðinum. En hvað um það ég nenni ekki að skrifa meira í bili en bil allar góðar vættir að vernda ykkur Heart


Á heimleið!

Jæja þá er dvöl okkar hér á Cabo Roig að ljúka í bili. Þetta hefur verið yndislegur tími. Við hlökkum samt til að koma heim og hitta fólkið okkar og fara að stússast í jólaundirbúningi. Ég er alveg ákveðin í að undirbúa jólin svipað og vanalega. Það má  segja að  í nógu verði að snúast. Það liggur fyrir að pakka  40 ára samsafni úr Öldugötunni niður í kassa  og finna þeim geymslustað. Vá!  þegar ég skrifa þetta þá  hugsa ég : er þetta gerlegt? Svava frænka var að pakka  eins til tveggja  ára samsafni niður  og stundi þungan undan farginu. Það er náttúrlega ótrúlegt hvað hægt er að safna að  sér af þörfu og óþörfu á skömmum tíma, hvað þá fjöritíu  árum eða rúmlega það. Bið allar góðar vættir að vernda ykkur þar til við  heyrumst síðar. Heart Við ströndinaSandlistaverk

Fæddur er lítill drengur!

SnorrasonSnorri litli Guðlaugur Jóhannesson er orðinn pabbi. Litli drengurinn fæddist þ.24. nóv. í Stokkhólmi. Barni og móður heilsast vel. Sá stutti var fjórtán og hálf mörk og 53 sentimetrar. Langi-afi og amma sem eru hér á Spáni eru afar stolt af þeim litla og senda ástarkveðjur og hamingjuóskir til allra sem málið varða. Ömmu klæjar í lófana að fá að snerta hann og afi er að springa úr stolti yfir nafngiftinni.Drengurinn hefur fengið nafnið Björn Emil. Ég tek undir með Gyðu litlu frænku, sem sagði við mig í símann áðan:„hann er ógeðslega flottur„ Til hamingju Snorri minn og gangi ykkur allt í haginn og allar góðar vættir verndi ykkur.InLove

Reykholt og Lundur.

*Ella og Daddi hafa verið hér síðustu daga. Þau eru nú búin að fjárfesta í íbúð beint á móti okkar. Þau voru ekkert að humma við þetta og hafa þegar ákveðið nafn á kotið. Lundur skal það heita. Ella og DaddiVið höfum ekki enn ákveðið hvað okkar kot á að heita. Ellu finnst einboðið að það heiti Reykholt. Ég er ekki alveg viss um það. Mér finnst Sunnukot passa vel. Ninna finnst kot vera eitthvað lélegt, alveg öfugt við mig. Hvergi var betra að ylja sér og fá eitthvað gott, en hjá ömmu í Miðkoti.Það var svo gott að koma í kotið til ömmu. Minningin er svo ljúf, hlý og mjúk. Ég sé mig sitjandi á kolakassanum hjá kolaeldavélinni, dinglandi fótunum og sjúgandi kandísmola, sem hún tók sundur með naglbítstöng og stundum fékk maður molasykur með kamfórudropum eða einhverju rauðu, sem ég man ekki núna hvað heitir. Þetta rauða var mikið betra en kamfórudroparnir, en sykurinn þó lang-bestur.GleaugnaglámarEn hvað um það, nafnið verður ákveðið seinna. Undanfarna tíu daga höfum við verið með bílaleigubíl og gátum aðeins rúntað með  hjónin á meðan á dvöl þeirra stóð. Við fórum m.a. til San Pedro í moll sem heitir Dos Mares. Þau keyptu nú ekki þessi gleraugu sem þau eru með á myndinni. En því er ekki að neita að þau eru ansi skæsleg. Við fórum líka í Habeneras og keyrðum til Torrevieja.Þau hafa því aðeins séð næsta umhverfi. Það var yndislegt að hafa þau þessa viku en þau fóru á miðvikudagskvöld og var ég smáleið í gær, en engan veginn jafn leið og veðurguðirnir sem grétu þvílíkt í allan gærdag að varla var hundi út sigandi. Þrumur og eldingar fylgdu rigningunni. Í dag skein sólin aftur og allt var svo skínandi bjart og hreint. Allar góðar vættir veri með ykkur og verndi.HeartSA400016

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband