Hafragrautur og hræringur.

 SA400013Svanhildur Árna er farin að borða hafragraut á hverjum morgni.Hver ætli trúi þessu? Ég veit fyrir víst að börnin mín trúa þessu ekki, en þetta er samt heilagur sannleikur.Tengdadóttir mín elskuleg gaf mér að smakka þennan eðal graut þegar við vorum í Hvassaleitinu og lét fylgja að tími væri kominn til fyrir mig að borða, hafragraut eins og allt venjulegt fólk. Nú grauturinn smakkaðist vel enda var uppskriftin ekki þessi gamla vonda. Ég hét því að þetta yrði aðal morgunmatur okkar hjúa hér á Spáni. Og viti menn ég hef borðað grautinn næstum daglega. „ það ber ekki allt uppá sama daginn„ hefði Árni G sagt.Það hefði líka þurft að segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum að ég ætti eftir að slafra í mig hafragraut daglega. Nú vantar mig bara smáskyrslettu. Ekki til að sletta á nágrannana (enda myndu þeir ekkert skilja það að ég væri að sletta skyri af því að ég ætti það) heldur til að gera hræring.

Ég var ofurlítið fyrir vonbrigðum að enginn skyldi spyrja mig hvað bosið þýddi. Ég ætla samt að útskýra það. Bos þýðir bæli,hreiður eða híbýli getur líka þýtt vagga. Þeir sem eru að búa í bosið eru að stofna heimili,hvort sem það er hreiður,bæli eða heimili og hafið þið það.

Bettý búðarmærÞessi unga kona heitir Bettý og er frá Búlgaríu. Hún vinnur í verslun hér rétt hjá sem er opin allan sólarhringinn. Okkur vantaði vatn og fórum stystu leið eða í 24 tíma verslunina. Við ræddum eitthvað saman meðan við gengum um búðina sem er mjög lítil og þegar við komum að afgreiðsluborðinu og áttum að fara að borga sagði Bettý verðið á íslensku. Ég var mjög hissa og fór að tala við hana og hún sagði okkur að hún hefði lært aðeins í íslensku af íslenskum vinum sínum hér. Mér fannst þetta áhugavert og skemmtilegt að stelpa frá Búlgaríu, starfandi á Spáni en talar ekki spænskuna en ágæta ensku skuli kunna smá í íslensku.Svo var hún svo hress og eins og sjá má. 

Janice hin skoska Þessi kona er Janice og er frá Skotlandi.Hún vinnur hjá GloríaCasa og er mjög fær í sínu starfi, eða allavega að því sem að okkur hefur snúið. Hún talar svo yndislega ensku, ég vildi að allir töluðu eins ensku og hún. Auk þess er hún jákvæð, gamansöm og góð í mannlegum samskiptum. Ef allir tileinkuðu sér svipaða framkomu og þessi kona gengi allt svo smurt. Hún minnti mig strax á Gosiu vinkonu mína frá Porúgal.

 

Jakob MániÍ lokin á þessum skrifum,sem eru orðin hálfgerður hræringur vil ég lýsa ómældri ánægju okkar hjóna að hafa séð og heyrt litlu fjölskylduna í Missouri í gærkvöld og Þórgunni og Arnarí Ólafsfirðinum. Það er ótrúlega gaman að geta séð viðmælendur sína í tölvunni. Nú þarf Kristján minn bara að kaupa vefmyndavél þá verður kellan mjög ánægð. Ég bið allar góðar vættir að vernda ykkur hvar sem þið eruð stödd í heiminum.Heart

 


Afmæli

DSCN1323Hann á afmæli í dag. Hann á afmæli hann Gummi. Til hamingju elskulegur tengdasonur.

Búum í bosið

Við tókum daginn snemma. Vöknuðum fyrir allar aldir og drifum okkur á markað. Markaður þessi er í ca.4 kílómetra fjarlægð. Ekki óx okkur það í augum, heldur örkuðum við af stað með nesti (vatn)og vel skóuð í sokkum (bara fyrir Þórgunni henni finnst það svo smart) Auðvitað var bláa innkaupakerran tekin með, ef svo ólíklega vildi til að húsfreyjan verslaði fleira en það sem okkur fannst skorta í búið. Markaðurinn er mjög stór og hægt að fá allt milli himins og jarðar ef vel er að gáð.Við fjárfestum í fallegum eftirprentunum sem nú prýða stofuveggi hjá okkur. Til að koma myndunum á vegg vantaði okkur eðli málsins samkvæmt hamar og nagla. Þrátt fyrir að yfirvigt væri nokkur þegar við fórum að heiman, var enginn nagli hvað þá hamar í farteskinu. Nú voru góð ráð dýr. Rétt hjá okkur er byggingavöruverslun sem þau Jón og Gunna reka og eiga. Þau eru spönsk og tala ekki orð í ensku. Við fundum hamarinn fljótt en það var verra með naglana. Ninni sagði við mig að þetta yrðu að vera stálnaglar. Ég tók mig til og sýndi leikræna tilburði um leið og ég sagði við afgreiðslumanninn sem er hörku nagli:fotó para múró. Og viti menn, það var eins og við manninn mælt hann svaraði að bragði og sagði: combrendo combrendo um leið og hann skundaði af stað en kom til baka að vörmu spori með stálnagla í múró og þar með voru allir sáttir.Við kvöddum með kurt og pí og sögðum um leið og við fórum: muchas gracias. Mér heyrðist hann svara : ekkert að þakka Undecided En hvað um það myndirnar eru komnar á vegg og flikka heilmikið uppá hreiðrið.SA400003

SA400007Það er tvennt sem ég þarf að kvarta undan.  Ég á í mestu brösum með mailinn (góð íslenska) ég fæ póst en get ekki sent póst. Ég á líka í brasi með MSNið ég næ ekki að tengast. Vonandi kemst þetta í lag hjá okkur á mánudag. Reyndar er sama vesenið með myndirnar. Ég er farin að kenna myndaforritinu um.Það er alltaf gott að finna einhvern blóraböggul.GetLost


Þolinmæðin þrautir vinnur allar

SA400011_1Jæja þá er runninn nýr dagur bjartur og fagur. Ég ætla að láta reyna á kunnáttuna með að setja inn myndir. Fyrsta myndin er af Árna frænda vegna þess að þessi elska átti afmæli í gær. Til hamingju Árni  og segðu svo að ég muni ekki eftir afmælinu þínu.Ég veit ekki alveg hver aldurinn er alla vega berð þú hann vel. Myndina tók ég sl, mánudag í Hvassaleitinu. Árni var ekki parhrifinn  sagðist nýbúinn að troða  í vörina. Það tekur enginn eftir þvíLoL Næsta  mynd er af reyniberjum í Reykjavík. Ég var bara að athuga hvort þau kæmu eins vel út á mynd eins og  reyniberin í Karlsbrautinni. Það er greinilegt að Karlsbrautarberin bera af.   Þá er hér mynd af honum Ninna mínum með nýju innkaupakerruna. Við höfum þurft (segi og skrifa þurft það er ekki eins og þið haldið bara versla til að versla) okkur hefur vantað ýmislegt ótrúlega lítið samt og þá er betra að vera með svona kerru þar sem við göngum ótrúlega langt. Við erum náttúrlega í góðri æfingu frá Upsagöngunni. Annars er stutt í allar nauðsynjar og má segja að flest sé við hendina.Við erum búin að skoða helstu  matvörumarkaði  í grenndinni  Consum og Mercadona báðar þessar verslanir eru heldur stærri en kaupfélagið okkar.Ég er búin að prófa sundlaugina hérna og hún er ágæt heldur kaldari en Dalvíkurlaugin en læt mig hafa það, syndi bar af krafti og vona að ég syndi spikið af mér.Læt heyra frá mér síðar. Love. SA400003_2SA400004_1

Á Spáni er gott að.......

SA400019Þá erum við komin til Spánar og búin að fá tengingu við umheiminn. Spánn tók vel á móti okkur.Veðrið er gott og nóg að bíta og brenna.Við höfum verið að koma okkur fyrir og kynnast nágrenninu. Á myndinni sjáið þið Ninna stoltan með húseignina. Zenia Golf 1v(kann ekki að gera rómverskar tölur á tölvuna þetta eiga að vera fjórir). Heimilisfangið er:Zenia Golf 4 92.  Calle de Dalias.   03189 Cabo Roig. Orihuela. Alecante Spain. og hananú. Núna ætla ég að bæta við myndum  en þá fer allt í klessu. Hef enga þolinmæði í þetta . Verð að afla mér upplýsinga. Kveð að sinni. Það gengur bara betur næstWink SA400024_1SA400022

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

dalvíkÞað er alltaf betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og gera ráðstafanir í tíma. Fyrsti jólaundirbúningur er hafin hér í Öldugötunni. Ketið er sem sagt komið í reyk. Já Hrafnhildur mín,Gummi og Jakob þið fáið heimareykt kjöt á "Láka"(ólafsfirðingarnir fá líka að smakka)Oh hvað verður gaman. Það eru bara 95 dagar þangað til.Hef töluna eftir áreiðanlegum heimildum eða af síðu Hrafnhildar, sem farin er að telja niður. Eins og sjá má á myndinni hér(höf:Svava með tár í augum yfir fegurð Víkurinnar) er fremur haustlegt orðið um að litast. Bæjarfjallið er ótrúlega tignarlegt en lengst til hægri má sjá Bassa og Jökulkollur.Það er nokkuð ljóst að ekki verður farið meira til berja í ár. Haustlitirnir í fjöllunum hér um slóðir eru bara yndislegir og þeir sem aldrei hafa upplifað litadýrðina á Dalvík og nágrenni á þessum tíma árs ættu að láta það eftir sér. Ég get lofað því að fólk verður uppnumið af fegurðinni. Auðvitað má sjá svipað víða en ég fullyrði að samsetningin hér er einstök.Það er náttúrlega bara "ónáttúrað" fólk sem ekki kemur auga á þetta. En aftur að jólaundirbúningi, þar sem ketið er komið í kofa er næst að huga að jólakortagerð.

Svo að allt öðru máli bara til gamans.Grin Ég hef verið að velta vöngum um hvort hann Þorgrímur Þráinsson sé illa haldinn af þessum margumtalaða "gráa fiðring" Karlanginn (alger töffari) telur sig færan um að kenna öðrum mönnum hvernig koma eigi fram við konur. Hann auglýsti námskeið þar sem hann ætlaði að fara yfir allan pakkann,í sambandi við samskipti karls og konu. Ekkert undanskilið. Sem sagt hvernig elska á konur.Mér kemur þetta auðvitað ekkert við mér fannst þetta bara pínu fyndið.  Ég sá hina og þessa drífa sig og læra ýmsa "töffaratakta"og í kjölfarið töfra konur sínar með þeim. Ég hef reyndar engar fréttir af námskeiðinu hvort búið er að halda það eða ekki. Ætli Jónína Ben yrði ekki flottust til að kenna okkur konum hvernig elska á karl, ég held það. Nýjustu fréttir af Þorgrími (hann er alltaf að koma sér í blöðin) eru þær að hann situr nú við skriftir úi í París (í borg ástarinnar) og skrifar kvikmyndahandrit. Eiginkona hans ætlar að koma til hans og vera með honum síðustu 4 dagana.Þá verður smá rómatík í borg elskendanna. Góður Þorgrímur. 


"Eitt bros getur dimmu í dagsbirtu breytt"

svava Hér rembist ég eins og rjúpan við staurinn að koma inn myndum. Það gengur ekki alveg "guddíulaust" fyrir sig. En þessi mynd er frá Jamicia þar sem Svava frænka býr ásamt Sigfúsi sínum. En Svava kom í heimsókn til mín sl. laugardag. Við áttum góða stund saman og rifjuðum ýmislegt upp frá því í gamla daga. Það getur verið hollt og gott að líta um öxl og sækja ljúfar og góðar stundir liðins tíma. Það er engum hollt að líta reiður um öxl. Það hefur ekkert uppá sig annð en neikvæð áhrif fyrir sál og sinni. Mikið sem hún Svava er yndisleg kona,glöð og jákvæð. Ég ætla að reyna að setja inn mynd af okkur frænkunum frá því í febrúar sl. að við hjónin vorum stödd á Jamicia og heimsóttum þá Svövu og Sigfús og áttum með þeim frábæran dag.

 

Úps þarna sitja þær tvær úr "kotunum" og teyga til sín sól og sunnanvind. það var frábært að koma til Jamacia. Fólkið var afslappað ,vingjarnlegt og brosandi.  Talandi um bros . Það er merkilegt að fólk skuli ekki nota  þennan gjörning meira sem ekkert kostar, en getur glatt ótrúlega mikið. "Eitt bros getur dimmu í dagsbirtu breytt" sagði Einar Ben.þarna um árið og mikið er ég honum sammála. "Smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig"segir Megas. BROSUM segi ég .sogs


Í höllum en ekki hjá tröllum..........

Þær eru svo fallegar

Andrea og Habbý


Rak í rogastans.

Alveg varð ég gjörsamlega forviða,þegar ég las það að Þórhallur í Kastljósi hefði rekið Randver Þorláksson frá Spaugstofunni. Er engin samstaða hjá þeim Spaugstofumönnum? Eða er ekki lengur til neitt sem heitir samstaða? Þessir menn hafa unnið saman í áratugi með góðum árangri, svo getur einhver náungi stigið fram og sagt ég vil ekki þú sért með í liðinu, þú ert ekki nógu góður, eða þú mátt ekki vera memm, þú ert svo leiðinlegur.(minnir á illkvittinn krakka) Liðsmenn Spaugstofunnar lýsa yfir vonbrigðum en virðast ekkert hafa annað um málið að segja. Réttir og sléttir launþegar sem ekkert geta aðgert þó einn vinnufélagi sé rekinn. Það finnst mér skrítið. Það er ekki eins og mér komi þetta nokkuð við, mér finnst þetta bara leiðinleg framkoma  gagnvart einstaklingi, hver sem hefði átt í hlut.

Í gær 13. sept. átti Snorri Björn afmæli. Til hamingju Snorri minn! Í gærkvöld fórum við í leikhús með Helgu og Jóa. (ekki til að sjá Spaugstofumenn) heldur Óvitana eftir Guðrúnu Helgadóttur. Gyða er þar í einu af aðalhlutverkum og stendur sig með stakri prýði.Hún leikur mömmu hans Gumma, en Gummi er leikinn af Guðjóni Karlssyni. (biskupssyni) Hann er ferlega fyndinn. Það er mikið sungið í verkinu og nýtur Gyða sín þar vel og klikkar hvergi. Það er ótrúlegt hvað krakkarnir standa sig vel, en yngsti leikarinn er 6 ára. Ég er viss um að börn á öllum aldri eiga eftir að skemmta sér vel og verkið á eftir að ganga lengi.LoL Haft er eftir Gyðu í "Mogganum" í dag að hún ætli að verða leikkona og það verði ekkert sem muni koma í veg fyrir það.
 


Teningunum er kastað.

Ákvörðun hefur verið tekin. Mig hefur lengi dreymt um að skrifa í blöðin, helst "Moggann" (vera alvörublaðamaður) Ég er fremur vonlítil um að þessi draumur minn rætist þannig að ég ætla að prófa þetta. Hvað ég kem svo til með að skrifa um er óráðið. Það verður tíminn að leiða í ljós. Þórgunnur Reykjalín benti mér á að skrifa Jónasi Hallgrímssyni. Mér finnst það alls ekki fráleitt, en mun hugsa málið áður en lengra er haldið. Ég vona bara að mitt fólk verði duglegt að láta vita af sér.Whistling

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband