Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Frænkuboð!
Sæl sæta frænka! Hvar verður þú 4.desember kl.20:00? Þá ætlum við Miðkotsgellur og aðrar tengdar að hittast í frænkuboði hjá mér í Löngumýri 17!! Sendu mér endilega línur á dorothea@isl.is kossar Dodda
Dodda frænka (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 12. nóv. 2008
Þakkir til allra.
Takk fyrir Áslaug og allir. Það er svo gaman að fá heimsóknir og skilaboð á síðuna og í gestabók. Ég bið allar góðar vættir að vera með ykkur.
Svanhildur Árnadóttir, mán. 8. sept. 2008
Kær kveðja í kotið
Sæl Svansa mín - mátti til með að kvitta hjá ykkur - rakst á síðuna þína í gegnum annað blogg og mátti til með að lesa pínulítið - gaman að lesa hvað lífið gengur vel hjá ykkur - Við erum að læra á lífið hér í Danmörkunni - Knús og kossar frá Danaveldi - þín Áslaug og co.
Áslaug Valg. Þórhallsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 7. sept. 2008
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag lalalalala
Sæl elsku svansa til hamingju með daginn, Vonandi áttu góðann og gleðilegan dag.. kram og kossar Steinunn
Steinunn Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. júní 2008
netfang
Heil og sæl kæru hjú. Það er svo fjandi "dirty" sem ég þarf að segja ykkur þannig að ég þarf að fá uppgefið netfangið ykkar. Bið ykkur að senda mér það á ams@estia.is Love and kisses Dandi van Vellir
Arnar Már (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 14. maí 2008
Knús!
Ég rambaði á síðuna þína og vildi bara kasta á ykkur kveðju. Alveg væri ég til í að skipta á sólinni þinni og hvítu kirkjubrekkunni hérna utan við gluggan í nokkra daga:) Heiða Hagga
Heiða Hagga (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. apr. 2008
Heil og sæl
Alveg er þetta magnað hjá ykkur að vera komin þarna út í sólina og sæluna. Maríanna sagði mér frá ykkur þegar ég sagði henni að ég væri að leita að húseign á Spáni, nákvæmlega þar sem þið búið. Ég á nú eftir að fylgjast betur með ykkur af hliðarlínunni hérna á netinu :) og ég sendi ykkur allra bestu kveðjur héðan frá Íslandi. Sigrún Jónsdóttir "svarfdaelingur@visir.is"
Sigrún Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. apr. 2008
Laula
Sæl Svanhildur ! Ég rambaði innná síðuna ykkar alveg óvart í gegnum tvær aðrar síður,fyrirgefðu frekjuna! En það er gaman að sjá hvað þið plummið ykkur vel þarna suðurfrá.Bið kærlega að heilsa í bæinn hafið það sem best.Kv.Laula og Hilmar biður kærlega að heilsa
Guðlaug Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. apr. 2008
amma sigga
kynþáttafordómar á Íslandi gagvart erlendum börnum í skólum landsins
Sigrid Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Kveðja frá Hafsteini
Hæ, bróðir og máka.Fyrsta tunnan er erfiðust en svo lagast þetta.Ég bíð eftir flöskuskeytinu,fer í fjöruna á hverjum degi.Það var góð ferð til Ameríku. og allt gott héðan. www.reykjalin.is
Hafsteinn J Reykjalín (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 4. nóv. 2007
Norðingaholt
Hæ Svansa og Ninni.. þetta er lífið! sól, sundlaug og fallegt umhverfi "fréttir: það er snjór fyrir norðan". Okkur þótti gaman að skoða myndir og lesa bloggið ! Kveðja, Árni Þór & Díana
Díana & Árni Þór (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 16. okt. 2007
Ella frænka og vinkona
Sæl mín elskuleg, var að lesa bloggið þitt og hafði gaman af ekki síst að heyra hvað þið eruð ánægð þarna suður frá hjúin. Við höfðum það gott í Ameríkunni það var mikið upplifelsi að fara með börnum sínum fullorðnum í svona túr - ég lifi lengi á því. Allt komið í vanaganginn hér heima - þau gömlu eru þokkalega hress. Ástarkveðjur, Ella
Elín Antonsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 15. okt. 2007
Kveðja úr Hamrinum
Sæl bæði tvö. Gaman að sjá að þið eruð sem blóm í eggi þarna í Ásholti sem er ansi gott nafn á kotið. Við erum komin heim á klakann og líkt og áður er gott að koma heim. Kveðja og þakkir fyrir afmælisgjöfina frá Jóa Helga
Helga Ester Snorradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 8. okt. 2007